Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Landbúnaður víkur fyrir aukinni ferðaþjónustu
Mynd / Skarphéðinn G. Þórisson
Fréttir 15. júní 2020

Landbúnaður víkur fyrir aukinni ferðaþjónustu

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Umtalsverðar breytingar hafa átt sér stað í atvinnuháttum í Fljótsdalshreppi í áranna rás. Landbúnaður er þó enn aðal­atvinnuvegur þeirra sem hafa fasta búsetu í hreppnum árið um kring. 
 
Föst búseta er á um 20 jörðum um þessar mundir, heimilisfólk á hverjum og einum færra en áður var og einbúar á um fjórðungi byggðra bæja. Árið 2018 voru í hreppnum 21 íbúðarhús með heilsársbúsetu og 5 hús án samfelldrar búsetu. Íbúum hefur snarfækkað á síðustu árum og eru þeir nú aðeins 74 talsins.
 
Færri sauðfjárbú og engin kúabú
 
Í eina tíð voru stór sauðfjárbú í Fljótsdalshreppi en öllu fé var fargað vegna riðuveiki árið 1990. Hættu þá margir að búa með sauðfé og sneru sér að skógrækt, ýmist sem aðal- eða aukabúgrein. Skógrækt og vinnsla afurða hefur að nokkru leyst sauðfjárbúskap af hólmi. Innan við 5 þúsund kindur eru nú í Fljótsdalshreppi. Nautgriparækt og mjólkurframleiðsla hefur þó orðið öllu harðar úti, því að heita má að enginn kúabúskapur hafi verið stundaður í hreppnum frá aldamótum. Kornrækt er stunduð á einu býli en fyrir fáum árum var korn ræktað á 8 til 9 ha lands. 
 
Hrossarækt og tamningar eru hins vegar stundaðar á flestum bæjum, m.a. í tengslum við vaxandi ferðaþjónustu og hestaferðir.
 
Ársverkum í landbúnaði fækkar
 
Samdráttur í landbúnaði hefur sjálfkrafa leitt til þess að flestir ábúendur bújarða vinna við ýmis störf utan heimilis meðfram búrekstri, jafnvel utan heimasveitar. Árið 2013 voru ársverk í landbúnaði (þ.e. sauðfjár-, skóg- og hrossarækt) talin 20 og 15 árið 2018, þ.e. fækkun um fimm ársverk. Það ár var sömuleiðis áætlað að þeim myndi fækka um tvö ársverk á komandi árum og verða aðeins 13 um 2026.
 
Aukin fjölbreytni
 
Á allra síðustu árum hefur fjölbreytni starfa aukist töluvert í sveitarfélaginu. Ferðaþjónustu hefur vaxið fiskur um hrygg. Innan sveitarfélagsins eru margir þekktir staðir. Nefna má Skriðuklaustur með Gunnarsstofnun og Klaust­ur­kaffi, þar er einnig Snæfells­stofa, Laugafellsskáli, gistihúsið Fljótsdalsgrund og Óbyggða­setur Íslands. Hengi­foss er innan hreppsins og laðar hann að sér  fjölda ferða­manna ár hvert. Eins gegna Fljótsdalsstöð og fyrirtækið Skógarafurðir mikilvægu hlut­verki í atvinnulegu tilliti.  Um­svifin í ferðaþjónustunni eru þó árstíðabundin, fá heilsársstörf í boði en þó nokkuð um hlutastörf frá vori fram á haust. 
 

 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...