Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Tróndur Leivsson, forseti Circumpolar Agricultural Association.
Tróndur Leivsson, forseti Circumpolar Agricultural Association.
Fréttir 18. júlí 2023

Landbúnaður á norðurslóðum til umræðu í Færeyjum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Framlag búskapar á norðurslóðum til sjálfbærra staðbundinna lífhagkerfa er yfirskrift ráðstefnu Samtaka jaðarsvæða landbúnaðar í norðri, Circumpolar Agricultural Association (CAA), sem haldin verður í Færeyjum í september næstkomandi.

Ráðstefnan átti fyrst að fara fram í júlí á síðasta ári en var frestað vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Mun þetta vera ellefta landbúnaðarráðstefna samtakanna CAA sem stofnuð voru árið 1995.

Á ráðstefnunni er skapaður umræðuvettvangur um landbúnað á norðurslóðum á víðum grundvelli. Meðal efnisþátta verða tæknivæðing í landbúnaði og aðgengi að mörkuðum, plöntukynbætur og genafjölbreytileiki, möguleikar nýrra landflæða sem skapast vegna loftslagsbreytinga og samspil ferðaþjónustu og staðbundinnar framleiðslu.

Í viðtali við Bændablaðið árið 2021 sagði Tróndur Leivsson, yfirmaður Landbúnaðarstofnunar Færeyja og forseti samtakanna CAA, að ráðstefnan væri hvorki stíf vísindasamkoma né pólitískur vettvangur, heldur góð samsuða sem hefur það að markmiði að stuðla að áhuga á landbúnaðarmálum á norðurslóðum.

Ráðstefnan mun fara fram í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn daganna 5.–7. september og er hún öllum opin. Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu samtakanna: cirumpolaragriculture.com.

Skylt efni: circumpolar

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f