Landbúnaðarháskóli Íslands skrifar undir samning við atvinnuvegaráðuneytið
Atvinnumálaráðuneytið hefur gert samning við Landbúnaðarháskóla Íslands um áframhaldandi samstarf á sviði rannsókna, þróunarvinnu og sérhæfðrar ráðgjafar. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir, rektor LbhÍ, undirrituðu samninginn og gildir hann fyrir árin 2025–2027.
Með samningnum leitast ráðuneytið við að stuðla að öflugum rannsóknum og nýsköpunarog þróunarstarfsemi á sviði landbúnaðar- og matvælaframleiðslu. Skólinn gegnir samkvæmt samningnum ráðgjafarhlutverki gagnvart stjórnvöldum á fræðasviði skólans. Þá mun skólinn sinna stjórnsýsluverkefnum í umboði atvinnuvegaráðuneytisins, t.d. með setu í stjórnum stofnana og þátttöku í vinnu starfshópa.
Á meðal þeirra verkefna sem skólinn mun vinna að eru rannsóknir á sviði loftslagsmála, nýting lífræns áburðar, rannsóknir í þágu lífrænnar framleiðslu og verkefni tengd tæknilausnum í landbúnaði.
