Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Landbúnaðarháskóli Íslands
Landbúnaðarháskóli Íslands
Mynd / smh
Fréttir 30. júní 2025

Landbúnaðarháskóli Íslands skrifar undir samning við atvinnuvegaráðuneytið

Höfundur: Sturla Óskarsson

Atvinnumálaráðuneytið hefur gert samning við Landbúnaðarháskóla Íslands um áframhaldandi samstarf á sviði rannsókna, þróunarvinnu og sérhæfðrar ráðgjafar. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir, rektor LbhÍ, undirrituðu samninginn og gildir hann fyrir árin 2025–2027.

Með samningnum leitast ráðuneytið við að stuðla að öflugum rannsóknum og nýsköpunarog þróunarstarfsemi á sviði landbúnaðar- og matvælaframleiðslu. Skólinn gegnir samkvæmt samningnum ráðgjafarhlutverki gagnvart stjórnvöldum á fræðasviði skólans. Þá mun skólinn sinna stjórnsýsluverkefnum í umboði atvinnuvegaráðuneytisins, t.d. með setu í stjórnum stofnana og þátttöku í vinnu starfshópa.

Á meðal þeirra verkefna sem skólinn mun vinna að eru rannsóknir á sviði loftslagsmála, nýting lífræns áburðar, rannsóknir í þágu lífrænnar framleiðslu og verkefni tengd tæknilausnum í landbúnaði.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...