Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Landbúnað þarf að skilgreina sem þjóðhagslega mikilvæga atvinnugrein
Mynd / TB
Fréttir 23. mars 2020

Landbúnað þarf að skilgreina sem þjóðhagslega mikilvæga atvinnugrein

Höfundur: Erla Gunnarsdóttir

Á Norðurlöndunum er landbúnaður undantekningarlaust skilgreindur sem þjóðhagslega mikilvæg atvinnugrein til að tryggja matvælaframleiðslu í hverju landi fyrir sig á óvissutímum. Hér á landi er landbúnaður ekki skilgreindur sem slíkur og hafa forsvarsmenn bænda bent á að mikilvægt sé að við fáum sömu viðurkenningu á framleiðslu í landbúnaði eins og í nágrannalöndum okkar.

Í Finnlandi fellur öll fæðukeðjan undir þá skilgreiningu að vera þjóðhagslega mikilvæg og einnig í Noregi. Í Danmörku hefur aldrei verið vafi á að landbúnaður sé skilgreindur á slíkan hátt og þó að ekki sé unnið með sérstakar forskriftir þess efnis þá tryggja allar reglur að framboð matvæla virki án hindrana. Ef upp koma vandamál þess efnis er breiður pólitískur vilji til að finna lausnir.

Fæðuframboð þarf að tryggja

Þrátt fyrir áskoranir hefur sænskur landbúnaður sýnt styrk sinn á erfiðum tímum undanfarið og er góð samvinna milli sænsku bændasamtakanna, sveitarfélaga og ríkisvaldsins. Stjórnarráðið þar í landi hefur gefið það skýrt út að landbúnaður hefur eitt af lykilhlutverkunum þegar kemur að því að láta hjól fæðukeðjunnar halda áfram að snúast.

Starfsfólk í forgangi

Í Noregi fá rekstraraðilar og starfsfólk sem falla undir að starfa í þjóðhagslega mikilvægum atvinnugreinum tilboð um leikskóla- og skólapláss fyrir börn sín á tímum sem þessum ef báðir foreldra sinna slíkum störfum. Reglurnar eiga við um börn yngri en 12 ára. Í Noregi eru 14 atvinnugreinar sem falla undir þessa skilgreiningu sem gefin er út af dómsmálaráðuneytinu þar í landi, þar á meðal landbúnaður.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f