Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Landamærum lokað í Austurríki
Mynd / Andrew Messner
Utan úr heimi 15. apríl 2025

Landamærum lokað í Austurríki

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Vegna útbreiðslu gin- og klaufaveiki hafa stjórnvöld í Austurríki ákveðið að loka landamærunum að Slóvakíu og Ungverjalandi.

Sjúkdómurinn breiðist helst út meðal svína og nautgripa, en hann berst ekki eingöngu beint milli dýra, heldur getur mannfólk flutt sóttina í klæðum sínum. Í þeim héröðum Slóvakíu og Ungverjalands sem liggja að Austurríki hafa fjölmörg tilfelli greinst. Frá þessu er greint í Kronen Zeitung.

Um helgina var samtals 23 landamærastöðvum lokað fyrir allri umferð og mun lokunin standa til 20. apríl. Er það gert til að vernda austurrískt búfé, en sóttin hefur ekki greinst í landinu síðan 1981. Bændum er bent á að vera sérstaklega á verði, bæði með því að gæta að hreinlæti og klæðast hlífðarfatnaði, ásamt því að skrásetja allar heimsóknir á bæinn og flutning dýra. Austurrísk stjórnvöld munu skima fyrir veikinni í landamærahéröðum á næstu vikum, en bændum er bent á að fylgjast vel með einkennum sem eru blöðrur, slappleiki og hiti. Ginog klaufaveiki smitast ekki í menn.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...