Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Óneitanlega fallegur, virkar lítill að utan, en rúmgóður og stór að innan.
Óneitanlega fallegur, virkar lítill að utan, en rúmgóður og stór að innan.
Mynd / HLJ
Á faglegum nótum 27. apríl 2021

Land Rover Discovery Sport tengitvinnbíll

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson

Stuttu fyrir páska prófaði ég Land Rover Discovery Sport P300e tengil-tvinnbíl sem er annars vegar með rafmagnsmótor og hins vegar með bensínvél sem skila samanlagt 309 hestöflum. Uppgefin drægni fullhlaðinn á rafhlöðunni er sögð vera 55 km.

Rafhlaðan dugði stutt í kuldanum

Bíllinn var fullhlaðinn þegar ég tók bílinn og byrjaði ég strax á að hávaðamæla bílinn inni í farþegarýminu á meðan ég var að keyra á rafhlöðunni. Kuldinn var mikill (fyrsta daginn af þremur sem ég var með bílinn), en þrátt fyrir mikinn kulda mældist hávaðinn á 90 km hraða ekki nema 65,3 db. Þrátt fyrir -5 stiga frost (virðist mælast aðeins meiri hávaði hjá mér í mælingum ef frost er mikið).

Það sem kom mér hins vegar á óvart var að ég náði ekki að keyra nema um 25 kílómetra á rafhlöðunni þar til að bensínvélin fór í gang (frekar stutt miðað við uppgefna drægni), en það var kalt og ég taldi mig vera að keyra mjúklega á rafmagninu og ekki taka mikið út úr bílnum.

Það hafði snjóað um nóttina.

Langur bíltúr í snjó og hálku

Daginn eftir var tekin langkeyrsla og bíllinn prófaður við ýmis akstursskilyrði og á misholóttum vegum. Bíllinn var á nýrri tegund óneglanlegra Michelin dekkja og víða var mikil hálka. Spólvörnin og deiling afls niður í hjólbarðana var þannig að það var eins og bíllinn væri á negldum dekkjum. Svo vel skilaði hann aflinu niður á veginn að hann hreinlega mokaðist áfram. Þegar átti að stoppa var sama sagan, ABS bremsukerfið sá til þess að bíllinn bremsaði beint og vel. Hreint ótrúlega vel, en á tveimur stöðum tvíprófaði ég bremsun af því mér fannst bíllinn stoppa óvenjulega vel miðað við hálku og aðstæður.

Í lok bíltúrsins, sem var rúmir 100 km, sagði aksturstölvan að ég hafi verið að eyða 8,1 lítra af bensíni, þrátt fyrir að hafa ekki verið í neinum sparakstri.

Bakkmyndavélin björt og góð þrátt fyrir að þarna var farið að skyggja.

Góður bíll í alla staði og nánast gallalaus

Að keyra bílinn var í alla staði þægilegt, sæti góð, rými mikið bæði frammi í bíl og fyrir aftursætisfarþega. Þakglugginn hlýtur að vera æðislegur sé verið að keyra og úti eru norðurljós á himni.

Þó lægsti punktur sé ekki nema 21,5 cm er uppgefin vatnsdýpt sem bíllinn má fara í 60 cm.

Hámarksdráttur á kerru með bremsubúnaði er 2.200 kg.

Farangursrými stórt, eini gallinn sem ég fann að bílnum er að maður þarf að kveikja ökuljósin til að fá ljós aftan á bílinn í björtu til að vera löglegur í umferðinni.

Varadekkið er það sem ég kalla „aumingi“ (skárra en ekkert því „flestir“ tengil-tvinnbílar eru ekki einu sinni með varadekk). Hins vegar fannst mér það skrítið að bíllinn væri ekki með fullbúið varadekk þar sem það kemst alveg fyrir í hólfinu þar sem „auminginn“ er samkvæmt minni mælingu.

Aðeins ein mínúta með rúðuhitarana í gangi og snjórinn var farinn að bráðna.

Fram- og afturrúðuhitararnir vinna sitt verk hratt

Það hafði snjóað um nóttina fyrir skiladag á bílnum þannig að í flestum tilfellum hefði þurft að skafa allan hringinn. Ég setti bílinn í gang og á meðan ég hreinsaði hliðarrúðurnar, sem tók varla meira en mínútu, voru hitararnir búnir að bræða bæði af fram- og afturrúðunni.

Verðið á bílnum sem ég prófaði er 9.990.000, en ódýrasti Land Rover Discovery Sport tengil-tvinnbíllinn kostar frá 8.890.000, en dýrasti HSE bíllinn kostar 11.490.000 kr.

Allar nánari upplýsingar um bílinn má finna á vefsíðunni www.landrover.is.

Samkvæmt minni mælingu þá kemst fullbúið varadekk í þetta pláss þar sem auminginn er.

Helstu mál og upplýsingar:

Lengd 4.597 mm
Hæð 1.727 mm
Breidd 2.173 mm

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f