Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Á myndum virkar Defender minni en hann er í raun.
Á myndum virkar Defender minni en hann er í raun.
Mynd / HLJ
Á faglegum nótum 16. júní 2020

Land Rover Defender

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson - liklegur@internet.is
Eftir að hætt var að framleiða Land Rover Defender, þennan hefðbundna jeppa sem allir Íslendingar kannast við og eiga minningar um, kom eyða og spurningarmerki um framtíð Land Rover. Hvort söngur Helga Björns og Reiðmanna vindanna um „Land Rover-ferðina“ hafi haft áhrif eða flýtt fyrir hönnun á nýjum Defender skal ósagt, en bíllinn er kominn og verður frumsýndur laugardaginn 6. júní hjá BL.
 
Fékk bílinn lánaðan í smástund
 
Eftir stutta og snarpa samningalotu við Karl, sölustjóra Land Rover bíla í BL, náði ég að fá örstuttan prufurúnt á bílnum á fáförnum vegum í nágrenni Reykjavíkur. Veðrið síðastliðinn föstudagsmorgun var ekki til að hrópa húrra fyrir gagnvart myndatöku, en varð að duga. 
 
Eins og um var samið var farið eins stutt og hægt var, en þessi stutti akstur var nóg til þess að finna að þarna er bíll sem lofar góðu, mun stærri og rýmri að innan en ég hafði gert mér í huga, krafturinn fínn, fjöðrunin á malarveginum sem ég ók át holurnar.
 
Fullbúið varadekk og afturljósin sjást mjög vel.
 
Defender greinilega hannaður frá grunni, ekkert sem minnir á þann gamla
 
Eftir að hafa gengið í kringum bílinn, skoðað hann innan og utan, sýnist mér þessi bíll stefna í að vera draumabíll þeirra sem ætla að ferðast innanlands í sumar, kemur með festingabogum á toppinn. Fínt fyrir það sem kallað er „tengdamömmubox“. Þá er krókur til að draga hjólhýsið, fullbúið varadekk og mikið pláss fyrir aftan aftursætin. 
 
Greinilegt að ég þarf að prófa þennan bíl aftur og betur. Þar sem að ekki er búið að frumsýna bílinn vantar mig töluvert af tæknilegum upplýsingum um bílinn. Þrátt fyrir að ég telji mig kláran að fá menn til að tala af sér tókst mér ekki að fá Karl sölustjóra til að missa út úr sér verðið á bílnum (verð að bíða eftir frumsýningardeginum, næstkomandi laugardag 6. júní).
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...