Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sveitarstjórn gagnrýnir að fyrirliggjandi textadrög feli í sér hugmyndir um færslu á valdheimildum sveitarstjórna til svæðisráða.
Sveitarstjórn gagnrýnir að fyrirliggjandi textadrög feli í sér hugmyndir um færslu á valdheimildum sveitarstjórna til svæðisráða.
Mynd / HKr.
Fréttir 16. janúar 2020

Land innan marka sveitarfélagsins verði ekki hluti þjóðgarðs

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur ítrekað ósk sína um að land innan marka Húnaþings vestra verði ekki hluti fyrirhugaðs þjóðgarðs á miðhálendinu. Á þetta bæði við um land í beinni eigu sveitarfélagsins og þjóðlendur í afréttareign innan marka Húnaþings vestra.

Sveitarstjórn hefur einnig áréttað að samkvæmt lögum er skipulagsvald, þ.e. vinnsla og samþykkt svæðis-, aðal- og deiliskipulags í höndum sveitarfélaga. Það er því ekki í verkahring ráðherraskipaðrar nefndar, ráðherra eða Alþingis að hafa með beinum hætti áhrif á skipulag sveitarfélaga með því að gera tillögu að legu þjóðgarðs á miðhálendinu innan marka þeirra.

Ákvarðanir flytjast úr heimahéraði

Áherslur er varða stjórnskipun þjóð­garðs á miðhálendi Íslands fela í sér flutning á stefnumörkun, umsjón og rekstri frá sveitarfélögum til svæðis­ráða. Þessar hugmyndir takmarka áhrif sveitarfélaga til þess að móta sér stefnu til að mynda hvað varðar uppbyggingu inn­viða, atvinnumál, landnýtingu og landvernd. Sveitarstjórn gagn­rýnir að fyrirliggjandi texta­drög feli í sér hugmyndir um færslu á valdheimildum sveitarstjórna til svæðisráða. Þannig flyst ákvarðanataka frá lýðræðislega kjörnum fulltrúum sveitarfélaga til kjörinna fulltrúa annarra sveitarfélaga, embættismanna og hagsmunahópa. Sveitarstjórn leggur áherslu á að í dag ríkir engin óvissa um stjórn svæða innan marka sveitarfélagsins.

Skerðing á valdheimildum

Sveitarstjórn telur að fyrirliggjandi tillaga nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands feli í sér veru­lega skerðingu á valdheimildum sveitar­félaga og réttindum íbúa þeirra. Í fyrirliggjandi texta­drögum þar sem fjallað er um markmið með stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er ekki lýst brýnni nauðsyn fyrir stofnun hans. Hugmyndir um stofnun þjóðgarðs á miðhálend­inu virðast fyrst og fremst tilkomnar til þess að styrkja eignar- eða ráðstöfunarrétt ríkisins yfir landi á hálendi Íslands, segir í bókun sveitarstjórnar Húna­þings vestra.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...