Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Lambastaðir
Bóndinn 4. júní 2020

Lambastaðir

Svanhvít og Almar keyptu Lambastaði og fluttu þangað frá Selfossi í byrjun árs 2005 en þá var enginn búskapur á bænum.

Árið 2012 byggðu þau gistihús á jörðinni og sneru sér alfarið að þeim rekstri í framhaldinu.

Býli:  Lambastaðir.

Staðsett í sveit:  Flóahreppi, Árnessýslu.

Ábúendur: Svan­hvít Hermanns­dóttir og Almar Sigurðsson.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við erum hér tvö og hundurinn Hekla.

Stærð jarðar?  85 ha.

Gerð bús? Ferðaþjónustubýli og hobbíbúskapur.

Fjöldi búfjár og tegundir? 30 ær og 20 hænsni.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Þegar ekki er COVID-19 er fótaferð kl. 7.00 hvern morgun og gengið til starfa við að útbúa morgunmat og síðan taka við þvottar og annað sem þarf að gera varðandi ferðaþjónustuna.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Þetta er allt skemmti­legt nema dagurinn sem lömbin fara í sláturhúsið.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Það er best að segja sem minnst um það.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Vonandi er fólk að vakna við það að ,,hollur er heimafenginn baggi“ og við eigum að vera sem mest sjálf okkur nóg.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Egg, súrmjólk, ostur og fullt af ávöxtum og grænmeti.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambahryggurinn er alltaf sígildur.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Á vorin þegar allt vaknar af dvala og lömbin spretta í heiminn hraust og spræk.

Svanhvít og Glódís Hansen í fjárhúsinu.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f