Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Upprunamerktar lambalærissneiðar.
Upprunamerktar lambalærissneiðar.
Fréttir 10. júní 2022

Lambakjötsvörur upprunamerktar

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Kjarnafæði Norðlenska hefur nú, fyrst kjötafurðastöðva, markaðssett lambakjötsvörur með upprunamerki markaðsstofunnar Icelandic Lamb, „Íslenskt lambakjöt“.

Fram til þessa hafa einungis veitingastaðir og sérverslanir skartað slíku merki, en hefð hefur verið að Icelandic Lamb heiðri árlega þá staði sem þykja hafa sýnt íslenskum lambakjötsafurðum tilhlýðilegan sóma sem hráefni á sínum matseðlum.

Merkja hluta framleiðslunnar til að byrja með

Kjarnafæði Norðlenska samstæðan varð til við sameiningu Kjarnafæði, Norðlenska og SAH afurða sumarið 2021. Andrés Vilhjálmsson, markaðsstjóri Kjarnafæði Norðlenska, segir vel hafi tekist að kynna upprunamerkið, bæði fyrir innlendum viðskiptavinum sem og erlendum ferðamönnum og öðrum.

„Við teljum afar mikilvægt að upplýsa viðskiptavini eins vel og okkur er kostur um uppruna og eðli þeirrar vöru sem við setjum á markað. Allt það lambakjöt sem við seljum er íslenskt, framleitt af íslenskum bændum, afurð í heimsklassa, þannig hefur það verið og þannig verður það áfram.

Varðandi notkun upprunamerkisins þá á það í raun heima á öllum lambakjötsvörum félagsins en við byrjum rólega, meðal annars vegna umbúðamála, og merkjum til að byrja með hluta framleiðslunnar en munum svo í nánustu framtíð merkja fleiri og fleiri vörur með þessu upprunamerki.“

Íslenska verndaða afurðaheitið lítið þekkt

Í byrjun árs 2018 skráði Matvælastofnun afurðaheitið Íslenskt lambakjöt, fyrst íslenskra afurða, sem verndað afurðaheiti á Íslandi – með vísan til uppruna. Tveimur árum síðar fékk íslenska lopapeysan sama sess.

Umsókn um þekkt upprunamerki í umsóknarferli

Hafliði Halldórsson, framkvæmdastjóri Icelandic Lamb, segir að upprunamerkið „Íslenskt lambakjöt“ sé búið að sanna sig á fyrstu fimm árum sínum. „Það leitar í reynslu sannreyndra erlenda fordæma þar sem upprunamerki standa fyrir tryggan uppruna afurða og úrvinnslu þeirra frumframleiðendum og neytendum til heilla.“

Hann segir að kjötafurðastöðvar, sem sannarlega selji upprunamerkt íslenskt lambakjöt, geti einnig notað merkið „Verndað afurðaheiti á Íslandi“ á sínar vörur.

„Það merki er hins vegar lítið þekkt af almenningi og við höfum ekki notað það mikið. Heldur horfum til þess að þessi áfangi gefur okkur heimild til umsóknar á evrópskri, afar vel þekktri upprunamerkingu, „Protected Designation Of Origin“ (PDO).

„Umsókn okkar um PDO er í afgreiðsluferli.“

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f