Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Lambakjöt frá Seglbúðum og velferðarkjúklingur í Matarbúrið
Mynd / smh
Fréttir 24. nóvember 2015

Lambakjöt frá Seglbúðum og velferðarkjúklingur í Matarbúrið

Höfundur: smh

Eins og fram hefur komið hér í blaðinu fluttist Matarbúrið fyrir skemmstu búferlum með holdanautakjötsafurðir sínar, frá Hálsi í Kjós á Grandagarðinn í Reykjavík. Fyrst um sinn buðu þau Lisa Boije og Þórarinn Jónsson, bændur á Hálsi, að mestu leyti upp á sitt eigið nautakjöt, en reyndar kanínukjöt líka frá Birgit Kositzke á Hvammstanga – auk þess að vera með eigin chutney, sultur og sinnep.

Nýlega bættu þau við sig lambakjöti frá Seglbúðum í Landbroti og velferðarkjúlingi frá Litlu gulu hænunni – en um vandaðar afurðir smáframleiðenda er að ræða. „Þetta hefur bara gengið nokkuð vel, reyndar erum við í smá vandræðum stundum með að eiga nóg af nautakjötinu. En það er virkilega gaman að fá þessa viðbót, lambakjötið og kjúklinginn, og fólk kann að meta hana. Kjúklingarnir rokseljast og lambakjötið hefur líka farið vel. Reynda var dálítið gaman að sjá það að skankarnir fóru fyrst; maður er hér með dýrindis fullmeyrnaða vöðva og fólk valdi skankana fyrst. Held að það hljóti að vera einhver tískubylgja í gangi – einhver sjónvarpskokkurinn hefur kannski verið að tala um hvað þetta er gott hráefni,“ segir Þórarinn. 

Hann segir að þrátt fyrir að búvörurnar sem eru í boði í Matarbúrinu séu aðeins dýrari en gengur og gerist með vörur frá stærri framleiðendum, þá séu neytendur að fá mikið fyrir peninginn. Álagningin sé ekki há. „Ég get tekið dæmi með lambakjötið frá Seglbúðum sem er látið hanga í heila þrjá sólarhringa eftir slátrun.

Bragðgæði kjúklingsins eru ósvikin. Hann er ekki alveg hvítur – eins og gjarnan er með kjúkling úr stórmörkuðum – og hann er mjög safaríkur. Mest selst ennþá af kanínukjötinu til fólks sem hefur vanist þessu kjöti í útlöndum – en það hlýtur fljótlega að koma að því að Íslendingar átti sig á því hvað þetta er skemmtilegt hráefni.“

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...