Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Sauðfé í Lofoten.
Sauðfé í Lofoten.
Mynd / Liga Alksne
Utan úr heimi 4. febrúar 2025

Lambakjöt frá Lofoten verndað afurðaheiti

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Lofotlam er þriðja matvaran frá Noregi sem hlýtur verndun ESB samkvæmt landfræðilegri tilvísun.

Á bak við afurðaheitið standa 75 sauðfjárbændur frá Lofoten- eyjaklasanum í Norður-Noregi. Lofotlam raðar sér á lista yfir matvæli með vernduð afurðaheiti, eins og fenlår fra Norge (þurrkað og saltað lambakjöt) og tørrfisk fra Lofoten (þurrkaður saltfiskur).

Viðurkenningin var veitt á alþjóðlegu grænu vikunni í Berlín þann 17. janúar síðastliðinn. Geir Pollestad, ráðherra landbúnaðarmála í Noregi, sagði af því tilefni að þetta væri verðskulduð viðurkenning fyrir sauðfjárbændurna sem framleiða lambakjöt á heimsmælikvarða. Frá þessu greinir Stiftelsen Norsk Mat, samtök matvælaframleiðenda, í fréttatilkynningu.

Vernd afurðaheita (e. Geographical Indication) eru auðkennandi merki sem eru notuð til að einkenna vörur sem eiga uppruna frá tilteknu landi eða svæði þegar gæði, orðstír eða önnur einkenni vörunnar tengjast þeim landfræðilega uppruna.

Evrópusambandið stendur á bak við merkin. Vörur sem hafa hlotið vernd afurðaheita eru meðal annars Íslenskt lambakjöt og Parmigiano Reggiano-osturinn.

Skylt efni: Noregur

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...