Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Lambafile með bernaise
Fólkið sem erfir landið 5. júlí 2021

Lambafile með bernaise

Egill Rúnar býr á Sauðárkróki með foreldrum sínum og tveimur systrum sem heita Elsa Rún og María Guðrún. Hann hefur gaman af hjólreiðum, vinum sínum, jeppaferðum og buggybílaferðum með pabba sínum.

„Ég fer eins oft og ég get í sveitina til ömmu og afa. Þau búa á Kúskerpi í Blönduhlíð og eru með stórt mjólkurbú og fleira.
Ég hef mikinn áhuga á vélum og tækjum og öllu í kringum það,“ segir Egill.

Nafn: Egill Rúnar.

Aldur: 10 ára.

Stjörnumerki: Krabbi.

Búseta: Sauðárkróki.

Skóli: Árskóli.

Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Fjölíð (smíða og baka og brasa ýmislegt með höndunum).

Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Kýr.

Uppáhaldsmatur: Lambafile með bernaise.

Uppáhaldshljómsveit: Dimma.

Uppáhaldskvikmynd: Fast and furious.

Fyrsta minning þín? Datt úr rólu og meiddi mig.

Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Er ekki mikið í boltaíþróttum en hjóla mikið á fjallahjóli.

Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Sjúkraflutningamaður eða bóndi.

Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Fjögurra daga hálendisferð á buggybíl um Fjallabak á Suðurlandi í fyrra og fékk að fara rúnt í sérútbúnum rallýbíl hjá Gumma Snorra, vini pabba. Það var rosalegt.

Gerir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Fer í sveitina og kemst heyskap, í útilegu með fjölskyldunni og í hálendisferðir með pabba á jeppa eða buggýbíl og auðvitað leika við vini mína.

Næst » Ég skora næst á Dagrúnu Dröfn Gunnarsdóttur.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...