Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Lambadagatalið komið út í sjötta sinn
Mynd / Ragnar Þorsteinsson
Fréttir 11. desember 2019

Lambadagatalið komið út í sjötta sinn

Lambadagatal Ragnars Þorsteins­sonar, sauðfjárbónda og ljósmyndara með meiru í Sýrnesi í Aðaldal, er nú komið út í sjötta sinn. Ragnar hefur veg og vanda að útgáfunni líkt og verið hefur, hann tekur flestar myndanna á búi sínu í Sýrnesi og vinnur að auki við uppsetningu og hönnun dagatalsins, sér um fjármögnun þess og dreifingu. Samkvæmt venju eru ljósmyndirnar teknar á sauðburði frá árinu áður, þ.e.a.s. á Lambadagatali 2020 eru allar myndirnar teknar á sauðburði 2019 og endurspegla því líka veðurfarið á þeim árstíma.
 
 
Fallegt með þjóðlegum fróðleik
 
Að venju prýða dagatalið stórar andlitsmyndir af fallegum, marglitum, nýlega fæddum lömbum í náttúrulegu umhverfi. Dagatalið er í A4 stærð og er hver mánuður á einni blaðsíðu. Það er gormað með upphengju og því auðvelt að hengja það upp þar sem hentar. Á það eru merktir allir hefðbundnir helgi- og frídagar, einnig eru merkingar fyrir fánadaga, komu jólasveinanna, gömlu mánaðarheitin og ýmsa aðra daga er tengjast sögu lands og þjóðar. Dagatalið er því bæði fallegt og gagnlegt með sínum þjóðlega fróðleik. 
 
Lambadagatölin hafa hlotið góðar viðtökur undanfarin ár og vinahópur Facebook-síðunnar Lamba Lamb er nú rétt að ná þúsund manns.  Útgáfan hefur verið fjármögnuð á Karolina Fund þar sem þau eru keypt í forsölu. Að sögn Ragnars þá er; „megintilgangur útgáfunnar að breiða út sem víðast, fegurð og fjölbreytni íslensku sauðkindarinnar. Það er líka mjög svo skemmtilegt og gefandi að standa í þessu og finna þá miklu velvild sem er meðal fólks til okkar sauðfjárbænda og íslensku sauðkindarinnar en hún hefur jú fætt okkur og klætt í gegnum aldirnar og án hennar værum við ekki til sem þjóð í dag,“ segir hann.
 
 
Krefjandi en skemmtilegt að mynda lömb
 
„Það er bæði krefjandi og tímafrekt að taka myndir af lömbum eins og öðru ungviði. Þau eru líka mjög sjálfstæð með sterka og fjölbreytta persónueiginleika eins og við mannfólkið og fylgjast vel með því sem er í gangi og eru ekki alltaf til í að standa kyrr og brosa á meðan myndatökunni stendur.
 
Eins og gefur að skilja er sauðburður í fullum gangi á þessum tíma og því oft ekki mikill tími aflögu til annarra verka. Myndatakan er þó mjög skemmtileg og það er endurnærandi á sál og líkama að leggjast út á tún og taka myndir af lömbunum. Lömbin eru ýmist mynduð með mæðrum sínum eða ein og þá þarf að vera búið að vinna traust þeirra svo þau verði ekki skelkuð og hlaupi í burtu,“ segir Ragnar.
 

Skylt efni: Lambadagatalið

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f