Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Íslenska lambabeikonið hefur selst afar vel síðan sala þess hófst í verslunum.
Íslenska lambabeikonið hefur selst afar vel síðan sala þess hófst í verslunum.
Fréttir 12. júní 2017

Lambabeikon í búðir

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Kjarnafæði hefur hafið almenna sölu á íslensku lambabeikoni í matvöruverslunum. Lambabeikonið er unnið úr lambaslögum og verkað á svipaðan hátt og grísabeikon. 
 
„Í lambabeikoni er enginn sykur og minna salt en í venjulegu beikoni,“ segir Ólafur Már Þórisson, markaðsstjóri hjá Kjarnafæði. 
 
„Við gerum okkur grein fyrir því að þetta er ekki að fara að slá út beikon. En þetta er partur af því að vera með vöruþróun í lambakjöti og gera eitthvað áhugavert úr þessari afurð,“ bætir hann við.
 
Styttra og þynnra
 
Lambabeikonið hefur verið í þróun hjá kjötiðnaðarmönnum Kjarnafæðis á undanförnum vikum. 
Partur af því var að kynna afurðina í mötuneytum og á veitingastöðum. Lambabeikonið hefur að sögn Ólafs mælst vel fyrir.
 
„Bragðið er öðruvísi og lambabeikonið er styttra sökum þess að síðurnar á grísnum eru lengri. Það er því góður munur á vörunum. Við fengum auk þess góðar ábendingar sem við nýttum okkur. Til að mynda fengum við athugasemdir varðandi þykktina og höfum nú sneitt það þynnra svo auðveldara sé að ná því stökku, en þá er það algjört sælgæti.“
 
Lambabeikonið má nú finna í verslunum Hagkaups, Nettó, Iceland og Kosti.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f