Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Lamandi verkföll
Skoðun 4. maí 2015

Lamandi verkföll

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Verkföll skekja nú þjóðfélagið og ef ekki verður greitt úr þeirri flækju fjótt og örugglega er ljóst að fjöldi starfa getur glatast með tilheyrandi atvinnuleysi. 
 
Eflaust hafa allir skilning á að lægst launuðu hóparnir í samfélaginu eru langt fyrir neðan þau mörk sem nokkur getur sætt sig við. Barátta til að bæta hag þessara hópa er því fullkomlega réttlætanleg. Þótt klifað hafi verið á því að miklar kauphækkanir, oftast nefndar í prósentum, muni setji þjóðfélagið á hliðina, þá er öruggt að ekki er hægt að kenna skúringafólki á Landspítalanum, fisk- og iðnverkafólki, né óbreyttu starfsfólki í ferðaþjónustu um slíkt. Það er eitthvað annað sem mun setja þjóðfélagið á hliðina.
 
Með slíku tali eru menn komnir á hálan og ótraustan ís því ekkert hefur gert meira til að skekja stoðirnar að undanförnu en samningar við hálaunastéttir. Svo ekki sé talað um afspyrnu heimskulegt útspil veruleikafirrtra stjórnarmanna eins stærsta útgerðarfyrirtækis landsins. Þar var samið um hækkanir sem nema jafnvel fullum mánaðarlaunum þeirra lægst launuðu eða meira.
 
Það er alveg ljóst að það verður að taka upp nýja aðferðafræði til að tryggja mannsæmandi kjör á Íslandi ef ekki á illa að fara. 
 
Vissulega má færa rök fyrir því að löng háskólaseta sé metin til launa, þá mættu menn líka hafa í huga hverjir það eru sem borga kostnaðinn af öllum menntastofnunum. Undir þeim kostnaði standa nefnilega líka þeir sem eru á lægstu laununum og hafa af einhverjum ástæðum ekki geta nýtt sér fínu háskólana okkar. Að veifa fyrrnefndum rökum í kjarabaráttu hlýtur því að hljóma sem argasti menntahroki í eyrum þeirra lægst launuðu. 
 
Ef litið er á bændur landsins, sem flestir hafa notið góðrar menntunar, þá er staðan sérkennileg. Þeir hafa enga möguleika á að beita verkfallsvopni eins og t.d. félagar í BHM til að krefjast hærri launa. Verkföll eru samt að lama þeirra starfsvettvang og staðan er víða orðin mjög alvarleg. Dýralæknar hafa lifibrauð sitt af landbúnaði, en með fyllilega lögmætum aðgerðum sínum eru þeir samt að lama sinn eigin starfsvettvang. Þetta hefur hleypt illu blóði í marga bændur og getur skaðað annars gott og bráðnauðsynlegt samstarf þessara stétta.
 
Það verður að finna aðrar leiðir til að leiðrétta og jafna kjör nú á tímum upplýsingaþjóðfélagsins. Það ætti  ekki að þurfa að grípa til verkfalla sem skaða alla þjóðfélagsþegna og mest þá er minnst mega sín. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...