Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Arna María Hálfdánardóttir rekur ís- og kaffibarinn Örnu á Eiðistorgi.
Arna María Hálfdánardóttir rekur ís- og kaffibarinn Örnu á Eiðistorgi.
Mynd / smh
Fréttir 17. febrúar 2017

Laktósafríi ísinn fellur í kramið

Höfundur: smh
„Við opnuðum 5. nóvember síðastliðinn og getum ekki sagt annað en að þetta byrji vel,“ segir Arna María Hálfdánardóttir, sem rekur Örnu ís- og kaffibar á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi. 
 
„Allar vörurnar hjá okkur eru laktósafríar og eru notaðar Örnu-mjólkurvörurnar til þess. 
 
Arna mjólkurvinnsla framleiðir svo allan ís fyrir okkur. 
 
Hugmyndin að laktósafrírri ísbúð kom til þegar endurteknar tilraunir til þess að koma laktósafrírri ísblöndu í ísbúðir sem nú þegar eru til staðar báru ekki árangur,“ segir Arna um aðdragandann að því að Arna ís- og kaffibar var opnað. 
 
Lokaverkefnið viðskiptaáætlun fyrir ís- og kaffibarinn
 
Arna María er dóttir Hálfdáns Óskarssonar, framkvæmdastjóra og eiganda Örnu mjólkurvinnslu, og hefur verið viðloðandi fyrirtækið frá byrjun en fyrirtækið fagnaði þriggja ára starfsafmæli í september síðastliðinn. 
 
„Ég hef bæði verið að vinna á skrifstofunni fyrir vestan yfir sumartímann en einnig í markaðsmálum og öðru tilfallandi samhliða skólanum hérna fyrir sunnan. 
 
Ég lauk námi í viðskipta- og markaðsfræði síðasta vor og var lokaverkefnið mitt einmitt markaðs- og viðskiptaáætlun fyrir laktósafría ísbúð og kaffihús.“
 
Góðar viðtökur
 
Eigandi Örnu ís- og kaffibars er Jón von Tetzchner. „Jón er frá Seltjarnarnesi og hefur verið að fjárfesta og vinna að uppbyggingu á nesinu, hann stofnaði meðal annars sprotasetrið Innovation House sem er líka staðsett á Eiðistorgi. 
 
Honum þótti húsnæðið vera tilvalið til að hrinda hugmyndinni um laktósafría ísbúð í framkvæmd og var í framhaldinu ákveðið að setja á fót laktósafrítt kaffihús og ísbúð. 
 
Þetta fer bara mjög vel af stað hjá okkur og við höfum fengið góðar viðtökur. Íbúar á Nesinu hafa verið duglegir að koma sem og annars staðar frá en eins höfum við verið að fá til okkar eitthvað af hópum, sem er mjög skemmtilegt.“ 
 
Átta ístegundir í boði í einu
 
„Við erum alltaf með átta ístegundir í borðinu í einu, en við erum með fjölbreyttar bragðtegundir. Við erum með þessa hefðbundnu kaffidrykki, ýmislegt meðlæti, brauð, kökur og annað bakkelsi en eins bjóðum við upp á súpur, samlokur og fleira. Við reynum að hafa framboðið af veitingum sambærilegt og boðið er upp á í hefðbundnum ísbúðum og kaffihúsum,“ segir Arna.
 
Ís- og kaffibarinn Arna er opinn virka daga frá níu á morgnana til níu á kvöldin en tíu til níu um helgar. 
 
Fjórar af átta ístegundum sem voru í boði þegar ljósmyndari kom í heimsókn.
 
Notaleg stemning er á Ís- og kaffibarnum.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...