Hella
Hella
Fréttir 26. nóvember 2025

Lágvöruverðsverslun gæti risið á Hellu

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Viljayfirlýsing um byggingu lágvöruverðsverslunar og annarrar þjónustu á Hellu hefur verið undirritað, en fyrirhugað byggingarsvæði er við Faxaflatir 4, á stórri lóð við þjóðveg 1 þegar ekið er í gegnum þorpið.

Að viljayfirlýsingunni standa annars vegar Drangar hf., sem meðal annars reka Samkaup og Orkuna, og hins vegar Land and Houses ehf. og Cheng Hoon International Development ehf., sem hyggjast byggja verslunar- og þjónustuhús á lóðinni. Drangar hf. hafa lýst áhuga á að setja þar upp matvöruverslun náist samningar milli aðila.

Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra fjallaði nýverið um málið og samþykkti eftirfarandi bókun:

„Unnið er að samkomulagi við verslunarkeðju, sem kallar á stærra húsnæði en nú er gert ráð fyrir á reitnum. Samhliða er óskað eftir að staðsetning á húsnæði færist sunnar sem stækkun nemur til að koma fyrir fleiri bílastæðum fyrir framan í tengslum við verslunarkeðjuna. Núverandi stærð lóðar og stærð á byggingarreit takmarka þessar forsendubreytingar og eru því lykilatriði í þeirri framþróun sem fyrirhuguð er. Viljayfirlýsing liggur fyrir milli aðila til byggingar á verslunarrými fyrir lágvöruverðsverslun á fyrstu hæð.“

Á heimasíðu sveitarfélagsins, www.ry.is, er hægt að kynna sér málið nánar og skoða teikningar og önnur skipulagsgögn.

Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, segir að verkefnið sé enn á viljayfirlýsingastigi.

„Þetta er nú enn viljayfirlýsing milli lóðarhafans og Dranga, sem sveitarfélagið hefur ekki beina aðkomu að, nema við erum tilbúin að stækka lóðina til að þetta verði að veruleika,“ segir hann.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...