Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Gunnar Jónasson afhjúpar, með tilsjón listamannsins, lágmyndina af Guðmundi Jónssyni fyrir hönd Hvanneyringa 1963. Jón Hólm Stefánsson, talsmaður gefenda, lengst t.h. og Björn Þorsteinsson rektor, lengst t.v.
Gunnar Jónasson afhjúpar, með tilsjón listamannsins, lágmyndina af Guðmundi Jónssyni fyrir hönd Hvanneyringa 1963. Jón Hólm Stefánsson, talsmaður gefenda, lengst t.h. og Björn Þorsteinsson rektor, lengst t.v.
Fréttir 7. september 2015

Lágmynd af Guðmundi Jónssyni afhjúpuð

Þegar Hvanneyringar brautskráðir vorið 1963 fögnuðu 50 ára skólaafmæli sínu tilkynntu þeir að þeir myndu færa skólanum lágmynd af Guðmundi Jónssyni skólastjóra er varðveita skyldi í Landbúnaðarsafni. 
 
Verkfærasafni var með lögum komið upp á Hvanneyri árið 1940 og munu fyrstu verk við það hafa komið í hlut Guðmundar, þá kennara við skólann. Guðmundur, sem síðar stýrði Hvanneyrarskóla um langt árabil, gerði m.a. fyrstu munaskrá safnsins, og mun hafa átt mikinn þátt í að velja þá gripi, sem til álita komu, gripi sem nú mynda elsta kjarnann í Landbúnaðarsafni.  Nemendum Guðmundar þótti því að hann verðskuldaði minningamark í safninu.  
 
Laugardaginn 6. júní sl. komu þeir úr hópnum, sem heimangengt áttu, í heimsókn að Hvanneyri og afhentu gjöf hópsins. Lágmyndin er gerð af listamanninum Pétri Bjarnasyni. Henni var komið fyrir við innganginn í safnið. Orð fyrir nemendahópnum hafði Jón Hólm Stefánsson á Gljúfri í Ölfusi, en myndina afhjúpaði elsti félagi þeirra, Gunnar Jónasson á Rifkelsstöðum í Eyjafirði. 
 
Bjarni Guðmundsson hélt erindi um Guðmund og Jóhannes Torfason á Torfalæk mintist Guðmundar og kynna sinna af honum, en Guðmundur var föðurbróðir Jóhannesar. Þá flutti Gunnar Þórisson á Fellsenda í Þingvallasveit ljóðakveðju. Þeir Jón, Jóhannes og Gunnar voru allir í hópnum sem brautskráðist vorið 1963. Ásgeir, sonur Guðmundar, flutti þakkir afkomenda hans en þeim hafði verið boðið til samkomunnar.
 
Athöfninni stjórnaði Björn Þorsteinsson, rektor LbhÍ og formaður stjórnar Landbúnaðarsafnsins. Að henni lokinni var gestum boðið til kaffisamsætis í Skemmunni á Hvanneyri. 
 
 LbhÍ og Landbúnaðarsafnið þakka Hvanneyringum 1963 fyrir ánægjulega heimsókn og góða gjöf.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...