Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, fékk að klippa á borða við söguskiltið um kláfinn. Með honum á myndinni eru feðgarnir Guðmundur og Páll Björgvin, auk björgunarsveitarmannsins Einars Grétars Magnússonar frá Dagrenningu á Hvolsvelli, en hann aðstoðaði við verkefnið á ýmsan hátt.
Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, fékk að klippa á borða við söguskiltið um kláfinn. Með honum á myndinni eru feðgarnir Guðmundur og Páll Björgvin, auk björgunarsveitarmannsins Einars Grétars Magnússonar frá Dagrenningu á Hvolsvelli, en hann aðstoðaði við verkefnið á ýmsan hátt.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 18. október 2023

Lagfærðu kláfferju frá 1898

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Feðgarnir Páll Björgvin Guðmundsson og Guðmundur Magnússon frá Efra-Hvoli í Rangárþingi eystra hafa lagfært kláfferjuna á Emstrum en ástand hennar var orðið nokkuð bágborið.

Sveitarfélagið veitti styrk til kaupa á efni við lagfæringarnar en vinnuframlagið var þeirra framlag til þess að viðhalda þessari merkilegu sögu, sem er að baki kláfferjunni á Emstrum.

Merkileg heimild um elju

Sögu kláfferjunnar við Markarfljót á Emstrum má rekja allt aftur til ársins 1898 og er hún merkileg heimild um elju og dugnað bænda í Hvolhreppi við að koma ám sínum í beit á afrétt sinn á Emstrum, fjarri heimahögum.

Sennilega hefur kveikjan á þörf á kláfferjunni verið hörmulegt slys er tveir ungir menn úr Hvolhreppi létust 1879 við að ferja fé yfir Markar- fljótið inn á Emstrur. Því er saga ferjunnar stórmerkileg, ekki bara í sögulegu tilliti heldur líka út frá menningarlegu sjónarmiði.

Líklega hefur kláfferjan ekki verið notuð frá því að Markarfljótsbrúin var vígð árið 1978. Síðan þá hefur hún staðið, veðruð og skemmd, á tveimur steinum neðan Emstruskálans, rétt ofan við gömlu kláfsstrengina yfir fljótið.

Uppgerða kláfferjan og söguskiltið, sem feðgarnir eiga heiðurinn af.

Sögustiklum gerð skil

Næsta sumar verður kláfferjunni aftur komið fyrir á steininum ofan Markarfljóts og sögustiklum gerð skil á skilti við kláfferjuna.

„Munum við með einhverjum hætti koma því merkilega efni og samantekt á framfæri samhliða því að kláfferjunni verður skilað á sinn stað,“ segir Páll Björgvin stoltur af verki þeirra feðga, sem hann má svo sannarlega vera.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f