Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 12 ára.
Læknirinn í eldhúsinu kennir pylsugerð
Matarkrókurinn 25. október 2013

Læknirinn í eldhúsinu kennir pylsugerð

Það var ekki fyrr en ég fór að gera mínar eigin pylsur að ég lærði að meta þær almennilega. Og pylsugerð er stórskemmtileg. Það hefur æxlast svo að sonur minn, Vilhjálmur Bjarki, er mér ávallt innan handar við pylsugerðina. Það þarf að nálgast gott hráefni til að gera góðar pylsur og það er ennþá mikilvægara að þær innihaldi nægjanlegt magn fitu. Oft er talað um að pylsur þurfi að innihalda 30% fitu eigi þær ekki
verða þurrar og óspennandi. Pylsugerð krefst sérútbúnaðar. Þú þarft að eiga kjötkvörn og
hólk til að þræða garnirnar upp á. Það fást sérstakar viðbætur við margar gerðir matvinnsluvéla fyrir pylsugerðina og þá verður vinnslan leikur einn. Svo þarf auðvitað að nálgast garnir – þær er t.d. hægt að fá hjá Kjöthöllinni.

Heimagerðar Chorizo-pylsur
› 1 kg grísahnakki
› 150 g hakkað spekk (hrein grísafita)
› 15 g salt
› 10 g pipar
› 3 g múskat
› 2 g sinnepsduft
› 6 hvítlausrif
› 1 tsk. kóríander
› 2 msk. sætt paprikuduft
› 2 msk. reykt paprikuduft
› 1 msk. sterkt paprikuduft
Hakkið grísahnakkann niður í skál, bætið við hökkuðu spekkinu og blandið saman. Bætið við saltinu, piparnum,
múskatinu, sinnepsduftinu, ferskum smátt söxuðum hvítlauk, kóríander og öllu paprikuduftinu og hnoðið vel.
Steikið smábita á pönnu til bragðprófunar. Ef deigið er þurrt mætti íhuga að bæta við 100-150 ml af köldu vatni.
Troðið í garnir og snúið í lykkjur.
 
Heimagerðar Bratwurst-pylsur
› 1 kg grísahnakki
› 150 g hakkað spekk (hrein grísafita)
› 15 g salt
› 10 g pipar
› 3 g múskat
› 2 g sinnepsduft
› garnir
 
Hakkið grísahnakkann niður í skál, bætið við hökkuðu spekkinu og blandið saman. Bætið við saltinu, piparnum, múskatinu og sinnepsduftinu og hnoðið vel. Steikið smábita á pönnu til bragðprófunar. Ef deigið er þurrt mætti íhuga að bæta við 100-150 ml af köldu vatni. Troðið í garnir og snúið í lykkjur.
 
Cumberland-pylsur
› 1 kg grísahnakki
› 150 g hakkað spekk (hrein grísafita)
› 15 g salt
› 10 g pipar
› 3 g múskat
› 2 tsk. hvítlauksduft
› 2 g sinnepsduft
› 2 msk. smátt söxuð salvía
› 2 msk. smátt söxuð steinselja
 
Hakkið grísahnakkann niður í skál, bætið við hökkuðu spekkinu og blandið saman. Bætið við saltinu, piparnum,
múskatinu, sinnepsduftinu, hvítlauksduftinu, salvíunni og steinseljunni og hnoðið vel saman. Steikið smábita á pönnu til bragðprófunar. Ef deigið er þurrt mætti íhuga að bæta við 100-150 ml af köldu vatni. Troðið í garnir og snúið í lykkjur. Berið fram með smjörsteiktu fennel og einfaldri soðsósu.

 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...