Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Sláturfélag Suðurlands (SS) gaf út verðskrá fyrir Yara-áburð 4. desember og er verðlækkun frá síðustu skrá fimm prósent yfir vörulínuna.

Alexander Áki Felixson.

Alexander Áki Felixson, deildarstjóri búvörudeildar hjá SS, segir að áburðarverð hafi náð hámarki í apríl 2022, eftir að hafa hækkað hratt í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu í byrjun árs 2022. „Síðan lækkaði áburðarverð allt fram í byrjun árs 2024 og hefur hin mikla verðhækkun í raun gengið til baka. Áburðarverð hefur síðan haldist nokkuð stöðugt á þessu ári,“ segir hann.

Að sögn Alexanders er SS með gott og traust viðskiptasamband við Yara, sem framleiðir sinn eigin áburð. „Áætlanir um framleiðslu áburðar og flutning til landsins í vor liggja fyrir. Við fáum áburð frá verksmiðjum Yara í Noregi, Finnlandi og Þýskalandi. Um er að ræða einkorna áburð sniðinn að ræktunarþörf hér á landi.

SS flytur einnig inn kalk frá Noregi sem hefur reynst mjög hagkvæmur kalkgjafi en kölkun hefur mikil og jákvæð áhrif á áburðarnýtingu.

Með því að kalka og viðhalda réttu sýrustigi í jarðvegi næst að hámarka aðgengi og upptöku næringarefna sem myndar grundvöll fyrir gott gróffóður. Verð á kalki hefur verið óbreytt frá árinu 2021.

Skylt efni: áburðarverð

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...