Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Arnar Már Elíasson forstjóri Byggðastofnunnar
Arnar Már Elíasson forstjóri Byggðastofnunnar
Mynd / Sigrún Pétursdóttir
Fréttir 6. nóvember 2023

Lækka vexti til bænda

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Stjórn Byggðastofnunar tók þá ákvörðun 18. október sl. að lækka álag á óverðtryggða vexti landbúnaðarlána um 1 prósentustig, að því er fram kemur í tilkynningu frá stofnuninni.

„Vaxtakjör slíkra lána verða REIBOR+2,5%. Þá var ákveðið að lækka álag á óverðtryggða vexti lána til kynslóðaskipta í landbúnaði, lán sem falla undir COSME ábyrgðarsamkomulag Evrópska fjárfestingasjóðsins, um 1,3 prósentustig og verða kjörin REIBOR+2,0%,“ segir í tilkynningunni en breytingarnar taka gildi 1. nóvember.

Haft er eftir Arnari Má Elíassyni, forstjóra Byggðastofnunar, að ákvörðunin sé viðbragð við slæmu rekstrarástandi í landbúnaði.

„Mikil hækkun stýrivaxta síðustu misserin samhliða hækkun verðbólgu hefur gert lántakendum á Íslandi mjög erfitt um vik. Stofnunin hefur samt sem áður ekki hækkað vaxtaálag á sínum lánum yfir þetta tímabil en vextir óverðtryggðra lána hafa þó hækkað mikið vegna tengingar þeirra við REIBOR vexti og þar með stýrivexti.

Bændur hafa sérstaklega fundið fyrir þessum aukna fjármagns- kostnaði og víða er staða þeirra
orðin mjög erfið. Stjórn stofnunar- innar tók því ákvörðun að lækka vaxtaálag á óverðtryggðum lánum til landbúnaðar til þess að bregðast við ástandinu. Þá mun stofnunin vera þátttakandi í frekari leiðum sem til skoðunar eru í bráðum rekstrarvanda stéttarinnar.“

Fram kemur að hlutverk Byggðastofnunar sé að vinna að eflingu byggðar og atvinnulífs í landsbyggðunum. „Í samræmi við hlutverk sitt vinnur stofnunin að undirbúningi, skipulagi og fjármögnun verkefna og veitingu lána með það að markmiði að treysta byggð, efla atvinnu og stuðla að nýsköpun í atvinnulífi.“

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...