Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Blómkál skorið upp á Íslandi. Í samnorrænu verkefni er leitast við að fá ungt fólk til starfa í lanbúnaði.
Blómkál skorið upp á Íslandi. Í samnorrænu verkefni er leitast við að fá ungt fólk til starfa í lanbúnaði.
Mynd / Bbl
Fréttir 1. júlí 2025

Laða ungt fólk til starfa í matvælaframleiðslu

Höfundur: Sturla Óskarsson

Áhugi ungs fólks á matvælaframleiðslu fer dvínandi á Norðurlöndum. Meðalaldur fólks innan geirans er 55,3 ár og eru það í miklum meirihluta karlmenn.

Sameiginlegt verkefni Norðurlanda og Eystrasaltsríkja, sem ber heitið Growing Food(ies), miðar að því að auka áhuga ungs fólk á störfum í matvælakerfum á þessu svæði, frá landbúnaði og sjávarútvegi og allt þar til afurðir enda á diski neytenda. Verkefnið nær einnig til tengdra greina eins og skógræktar, dýralækninga, kjötiðnaðar og fiskvinnslu. Hjá atvinnuvegaráðuneytinu fengust þær upplýsingar að ekki hafi verið unnin heildstæð greining á stöðu þessara mála á Íslandi en að „ekki er ástæða til að ætla að hún sé með öðrum hætti hér en á hinum Norðurlöndunum. Búum í landbúnaði hefur fækkað hér eins og í hinum löndunum og meðalaldur bænda fer hækkandi. Kynslóðaskipti eru jafnframt erfið af sömu ástæðum og þar og reyndar víðar í Evrópu.“

Á fundi ráðherra landbúnaðar, matvæla og sjávarútvegs í Kuopio í Finnlandi 11.–12. júní síðastliðinn skiluðu forsvarsmenn Growing Food(ies) sínum fyrstu niðurstöðum og helstu ráðleggingum til hagsmunaaðila og stefnumótenda í matvælaframleiðslu á Norðurlöndum. Þar leggja þau áherslu á að stuðla að betri menntun um matvæli til barna og ungmenna. Mikilvægt sé að varpa ljósi á þau tækifæri sem felast í nýsköpun og frumkvöðlastarfi í matvælakerfum, bjóða upp á frekari tækifæri í dreifbýli og leggja sérstaka áherslu á að gera þennan geira spennandi vettvang fyrir konur og ungt fólk. Í skýrslu Growing Food(ies) segir jafnframt að ungt fólk þurfi að vera þátttakendur í að móta stefnur innan geirans. Einnig þurfi að hlúa að farandverkafólki sem starfar í matvælaframleiðslu og stuðla að inngildingu þeirra.

„Niðurstöður Growing Food(ies) munu nýtast sem leiðarljós við mótun aðgerða innan sviða menntunar, byggðaþróunar og atvinnusköpunar í matvælageiranum, þar með talið við endurskoðun stuðningskerfis landbúnaðarins sem stendur fyrir dyrum,“ segir í svörum við fyrirspurn til atvinnuvegaráðuneytisins um hvernig verkefnið verði nýtt hér á landi og bæta við að „slík verkefni falla jafnframt vel að áherslum íslenskra stjórnvalda um aukna nýtingu vistvænna auðlinda og aðgerða í loftslagsmálum“.

Aðstæður hér á landi hafa ýmislegt upp á að bjóða sem nýta má til þess að laða ungt fólk til matvælaframleiðslu. „Á sama tíma búa íslenskt samfélag og náttúrulegar aðstæður yfir tækifærum til að gera greinina aðlaðandi s.s. í gegnum öflug tækni- og nýsköpunarfyrirtæki í sjávarútvegi og annarri matvælaframleiðslu og náttúrugæði sem er á margan hátt einstakt,“ segir í svörum atvinnuvegaráðuneytis sem ítreka að „nauðsynlegt [sé] að byggja á þessum styrkleikum og vinna markvisst gegn þeim aðgangshindrunum sem ungt fólk mætir við inngöngu í greinina í anda niðurstaðna Growing Food(ies)“

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...