Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Kýrnar í Brasilíu fá glýseról!
Fréttir 22. september 2014

Kýrnar í Brasilíu fá glýseról!

Höfundur: Vilmundur Hansen

Brasilía, sem er sjötti mesti framleiðandi mjólkur í heiminum, er mikið landbúnaðarland og þar falla til margskonar aukaafurðir framleiðslunnar eins og gengur. Ein þessara aukaafurða er glýseról, sem er sætt, seigfljótandi, litar- og lyktarlaust alkóhól, en það verður til sem aukaafurð þegar lífeldsneyti er framleitt. Glýseról er nýtt í margskonar framleiðslu s.s. sápur og snyrtivörur en þar sem mikið magn fellur til fóru vísindamenn að leita nýrra leiða og í því sambandi var horft til mjólkurkúa. Greint er frá þessu á vef Landsambands kúabænda.

Í tilraunum við háskóla einn í Brasilíu kom í ljós að hægt er að nota glýseról í all stórum stíl í fóðri mjólkurkúa og allt að 40% af kjarnfóðri kúnna. Þetta eru afar góð tíðindi enda er kjarnfóður miklu dýrara en glýseról og auk þess hækkar glýseról fituhlutfall mjólkurinnar. Nú eru vísindamenn í öðrum löndum einnig að skoða kostina við að nýta glýseról með þessum hætti og hver veit nema þetta gæti orðið hluti af fóðri mjólkurkúa á Íslandi í framtíðinni.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...