Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Kjöt pýþonslanga mun bragðast eins og kjúklingur.
Kjöt pýþonslanga mun bragðast eins og kjúklingur.
Mynd / Tontan Travel - Flickr
Utan úr heimi 9. apríl 2024

Kyrkislöngubúskapur vænlegur kostur

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Framleiðsla á kyrkislöngukjöti er talin geta bætt fæðuöryggi. Þessi búskapur er loftslagsvænni leið til framleiðslu á kjöti samanborið við hefðbundið búfé.

Sérfræðingar telja framleiðslu kyrkislöngukjöts raunhæfan kost í sunnanverðri Afríku þar sem búfé hefur verið að drepast vegna þurrka. Þá er ekki talið ólíklegt að slíkur búskapur geti gengið vel í Asíu þar sem fólk er óhrætt við að borða kyrkislöngukjöt. Frá þessu er greint á vef The Guardian.

Nokkrar tegundir kyrkislanga eru taldar hentugar til landbúnaðarframleiðslu. Þar má nefna búrmönsku kyrkislönguna, möskvakyrkislönguna og suður- afrísku klettakyrkislönguna. Þessir snákar geta lifað í heilan mánuð án þess að komast í annað vatn en morgundöggina sem sest á hreistrið. Þá geta slöngurnar þraukað í heilt ár án þess að neyta fæðu. Skepnurnar yrðu ekki fangaðar í náttúrunni, heldur látnar klekjast úr eggjum á ræktunarbúum.

Ekki er talað um að leysa hefðbundið kjöt af hólmi með þessari framleiðslu, heldur sé snákakjöt góð viðbót til að efla fæðuöryggi.

Mun loftslagsvænna er að framleiða prótein úr kyrkislöngukjöti en rauðu kjöti, kjúklingakjöti eða laxi. Það má rekja til þess að kyrkislöngur þurfa mun minna vatn, framleiða umtalsvert minna af gróðurhúsalofttegundum, eru þolnari við öfgum í veðurfari og eru ekki smitberar á sóttum eins og fuglaflensu og Covid-19.

Gagnrýnendur segja nærtækara að framleiða prótein úr jurtaríkinu í staðinn fyrir ræktun kyrkislöngukjöts.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...