Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Kýrin Snúlla með kálfana sína tvo.
Kýrin Snúlla með kálfana sína tvo.
Mynd / Karen Ósk Guðmundsdóttir
Fréttir 14. ágúst 2020

Kýrin Snúlla hefur tvisvar borið tvíkelfingum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bændablaðinu barst mynd af frjósamri kú, Snúllu, á bænum Auð­kúlu 1 í Húnavatnshreppi. Hún bar sínum fyrsta kálfi 25. júní 2018 og eignaðist svo tvíkelfing 9. júní 2019,  naut og kvígu. Svo bar við að Snúlla bar tvíkelfingum á ný 27. júní síðastliðinn, aftur kvígu og nauti. Faðirinn er enginn annar en heima­nautið Kölski.
 
Fjögurra manna fjölskylda býr á Auðkúlu 1, bændurnir Ásgeir Ósmann Valdemarsson og Karen Ósk Guðmundsdóttir og börnin þeirra, Emil Jóhann og Dagbjört Ósk. Svo eru Tara og Kristal heimilishundarnir og Tumi kötturinn á bænum.  
 
„Við erum með holdanautaræktun og u.þ.b. 85 kýr sem bera. Um 110 kýr munu bera hjá okkur á næsta ári. Síðan höfum við nokkur hross okkur til skemmtunar,“ segir Karen Ósk, ánægð með sveitalífið og tvíkelfingana hjá Snúllu. Hún segir Snúllu mjög góða móður sem hugsi vel um kálfana sína sem munu ganga undir henni fram á haust.
 

Skylt efni: Auðkúla 1

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...