Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Kynning stjórnvalda á Matvælastefnu fyrir Ísland
Mynd / Odd Stefan
Fréttir 10. desember 2020

Kynning stjórnvalda á Matvælastefnu fyrir Ísland

Höfundur: smh

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynna Matvælastefnu fyrir Ísland í dag fimmtudaginn 10.desember kl 11:30. Streymt verður beint frá kynningunni hér á vefnum.

Þetta er í fyrsta sinn sem mörkuð er matvælastefna fyrir Ísland og mun hún ná til ársins 2030. Markmið hennar er að tryggja aðgengi að góðum mat, auka heilbrigði þjóðarinnar í sátt við umhverfi og náttúru og leggja grunninn að meiri verðmætasköpun í matvælaframleiðslu hér á landi.

Við mótun matvælastefnunnar voru fimm lykilþættir hafðir að leiðarljósi: Verðmætasköpun, neytendur, ásýnd og öryggi, umhverfið og lýðheilsa. Í matvælastefnunni er einnig sett fram aðgerðabundin áætlun sem miðar að því að mæta áskorunum framtíðarinnar.

Dagskrá:
  • Ávarp Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra
  • Ávarp Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
  • Kynning á Matvælastefnu Vala Pálsdóttir, formaður verkefnastjórnar Matvælastefnu
  • Kynning á aðgerðaráætlun
Örerindi:
  • Ólafur Elínarson, sviðsstjóri markaðsrannsókna hjá Gallup
  • Herdís Magna Gunnarsdóttir, formaður Landsambands Kúabænda
  • Gísli Matthías Auðunsson, matreiðslumaður og eigandi Slippsins í Vestmannaeyjum
  • Anna Kristín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri nýsköpunar og þróunar hjá Marel
  • Þóra Þórisdóttir, eigandi Matarbúðarinnar Nándarinnar

Vilhelm Anton Jónsson, stýrir fundinum

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...