Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Stephen Jenkinson.
Stephen Jenkinson.
Líf&Starf 15. júlí 2019

Kvöldstund af dulúð og harmi

Höfundur: Fréttatilkynning

"Kvöldstund full af dulúð og harmi" er yfirskrift tónleika Kanadamannsins Stephen Jenkinsons, sem heldur þrenna tónleika á Íslandi ásamt hljómsveit, í Iðnó miðvikudaginn 17. júlí, Norðurfirði föstudaginn 19. júlí og Aratungu mánudaginn 22. júlí. Allir tónleikarnir hefjast klukkan 20. Jenkinson, sem er 65 ára, er allt í senn rithöfundur, bóndi, kennari, sagnamaður og tónlistarmaður. Hann hefur að undanförnu ferðast um veröld víða ásamt hljómsveit sinni, m.a. um Norður-Ameríku, Ástralíu, Tasmaníu og Evrópu.

Umföðmum dauðann

Jenkinson var í tvo áratugi líknarráðgjafi deyjandi fólks, og er höfundur bókarinnar ,,Die Wise: A Manifesto for Sanity and Soul" en alls hefur hann gefið út fjórar bækur með hugleiðingum sínum, sem vakið hafa mikla athygli. Þá var gerð um hann heimildarmyndin ,,Griefwalker" þar sem boðskapurinn er sá að við eigum að umfaðma dauðann í stað þess að óttast hann.

Sögur og tónlist

Á tónleikunum fléttar Stephen Jenkinson saman tónum og sagnalist, segir kynngimagnaðar sögur, og vísar jafnt til sögu Íslendinga sem ósamþykktrar sögu Norður-Ameríku og spyr spurninga á borð við: Hvað hefur komið fyrir okkur? Hvernig kom það til að við gleymdum, hver nærir okkur og hver er ábyrgð okkar í heiminum? En hann minnir okkur að það hægt að hlæja líka, þrátt fyrir allt.

Elín Agla Briem, þjóðmenningarbóndi í Árneshreppi, skipuleggur tónleikaröð Jenkinsons og félaga á Íslandi, en þetta er í þriðja skipti sem hann kemur til Íslands. Hann hefur í tvígang haldið námskeið í Árneshreppi sem hafa laðað að fólk víðsvegar úr heiminum.

 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...