Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Stjórn sambandsins. Frá vinstri, Þóra Fríður Björnsdóttir, Hrafnhildur Geirsdóttir, Friðrika Baldvinsdóttir, Regína Sigurðardóttir og Sigrún
Jónsdóttir.
Stjórn sambandsins. Frá vinstri, Þóra Fríður Björnsdóttir, Hrafnhildur Geirsdóttir, Friðrika Baldvinsdóttir, Regína Sigurðardóttir og Sigrún Jónsdóttir.
Fréttir 21. júlí 2025

Kvenfélagasamband vill betri heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni

Höfundur: Sturla Óskarsson

Kvenfélagasamband Suður-Þingeyinga hélt aðalfund á dögunum þar sem félagskonur lögðu áherslu á heilbrigðismál á landsbyggðinni og eignarétt kvenna til jafns við maka sinn.

Kvenfélagasamband Suður-Þingeyinga hélt aðalfund nýverið og gaf út ályktun þar sem gagnrýnd var sú töf sem orðið hefur á afhendingu á gjöf Kvenfélagasambands Íslands, Gjöf til allra kvenna. Félagið skorar á heilbrigðisyfirvöld að tryggja að afhending fari fram alls staðar á landinu fyrir árslok 2025. Gjöf til allra kvenna snýr að hugbúnaði og tengiboxum sem gera læknum og ljósmæðrum kleift að skoða og vinna með fósturhjartsláttarrit á rafrænan hátt sem og að nýta gagnagrunn fósturgreiningardeildar Landspítalans á landsbyggðinni. Gjafirnar þykja veruleg viðbót við eftirlit með heilbrigði kvenna um allt land.

Á sama fundi vildi Kvenfélag Reykdæla beina því til flugmálayfirvalda að tryggja þyrfti opnar flugbrautir fyrir sjúkraflug af landsbyggðinni, það væri lífsnauðsynlegt fyrir veika og slasaða á stærstum hluta landsins. Þar er nefnt sérstaklega óheft aðgengi sjúkraflugvéla að Reykjavíkurflugvelli og að tryggja sjúkraflug frá Aðaldalsflugvelli.

Þá vildi Kvenfélag Fnjóskdæla skora á konur að gæta réttinda sinna til jafns við maka sinn varðandi fjármál og eigur. „Samkvæmt lögum um einkahlutafélög geta fleiri en einn eigandi verið skráðir fyrir þeim. Oft er þó aðeins einn aðili skráður fyrir lögbýli og er það yfirleitt karlmaðurinn. Ef hann fellur frá tekur við langt og flókið ferli fyrir makann til að fá prókúru fyrir búinu,“ segir í greinargerð félagsins.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f