Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Kveður mjólkurbúið eftir nær hálfa öld
Mynd / mhh
Líf og starf 2. febrúar 2024

Kveður mjólkurbúið eftir nær hálfa öld

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Jónas Rafn Lilliendahl mjólkurfræðingur náði þeim merkilega áfanga að vinna í 47 ár á sama vinnustaðnum um áramótin.

Jónas lét formlega af störfum hjá mjólkurbúinu á Selfossi, nú MS, um áramótin eftir farsælt starf. „Ég hóf störf hjá Mjólkurbúi Flóamanna í apríl árið 1977 og fór á samning þá um haustið. Mjólkuriðnin heillaði mig, ég þekkti til nokkurra manna í mjólkurbúinu og ákvað að sækja um vinnu, sem ég fékk.

Ég hef unnið við svo að segja allar framleiðslugreinar sem voru í búinu, eins og ostagerð, smjör- og skyrgerð, í vélasal, mjölvinnslu og endaði síðustu árin á rannsóknarstofunni við gæðaeftirlit framleiðslunnar,“ segir Jónas Rafn. „Það sem hefur breyst gríðarlega gegnum árin er að tæknin hefur verið innleidd í nánast allt sem að framleiðslunni kemur. Áður voru nánast allir hlutir gerðir með höndunum en nú fara allar stýringar, stillingar og framleiðsluferlið í gegnum tölvu þannig að það er mikil breyting. Það var ekki óalgengt að maður gengi marga kílómetra í vinnunni dag hvern en nú er mest setið við tölvur, þó ekki alls staðar,“ segir Jónas Rafn og hlær.

En er ekki skrýtið að þurfa ekki að mæta lengur til vinnu? „Jú og nei, en ég hætti mjög sáttur því ég var búinn að gíra mig niður í 50% starf síðustu þrjú árin og búinn að undirbúa mig þannig að ég hef að nógu að hverfa.

Við hjónin erum búsett í Tjarnarbyggð í Árborg og erum með lítið gestahús í ferðaþjónustu, sem ég sé um þannig að ég er ekki hættur að vinna, skipti bara um starfsvettvang. Einnig erum við með hesthús á hlaðinu og tekur það alltaf tíma að hugsa um hrossin og ríða út. Ég hef verið heppinn í lífinu og lífið er mér ljúft í dag, gott að fá að eldast og njóta með fjölskyldunni,“ segir Jónas Rafn, alsæll og kátur með þessi tímamót í lífi sínu nú þegar nýr kafli tekur við.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f