Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Frá veislu í Sagnagarði í Gunnarsholti. Talið frá vinstri: Sigurður Jónsson, Sveinn Runólfsson, Oddný Sæmundsdóttir og sr. Halldór Gunnarsson.
Frá veislu í Sagnagarði í Gunnarsholti. Talið frá vinstri: Sigurður Jónsson, Sveinn Runólfsson, Oddný Sæmundsdóttir og sr. Halldór Gunnarsson.
Mynd / Áskell Þórisson
Líf og starf 23. maí 2016

Kveðjuveisla landgræðslustjóra

Sveinn Runólfsson varð sjötugur í vor og lét því af störfum hjá Landgræðslunni 30. apríl, eftir 44 ára starf. Áður voru faðir hans og föðurbróðir forstöðumenn stofnunarinnar, allt frá því Sandgræðsla ríkisins tók til starfa 1947.
 
Sveinn hefur látið til sín taka sem landgræðslustjóri og oft hefur gustað um hans verk. Því hefur ekki alltaf verið lognmolla í samskiptunum við t.d. sauðfjárbændur. Víst er þó að á hans langa ferli hefur gríðarmikið áunnist í landgræðslu á Íslandi og þá oftar en ekki í góðri samvinnu við bændur.  
 
Hér á síðunni eru myndir úr veislu sem þau hjón efndu til og var haldin í Sagnagarði. Þangað komu um 170 manns. Önnur veisla var svo haldin í Reykjavík í kjölfarið.
 
Í apríllok skipaði Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, síðan arftaka Sveins í embætti landgræðslustjóra. Það er Árni Bragason, sem hefur frá árinu 2010 starfað sem forstjóri Norrænu erfðaauðlindastofnunarinnar, Nordgen í Svíþjóð. Áður en Árni tók við stöðu forstjóra Norrænu erfðaauðlindastofnunarinnar starfaði hann hjá verkfræðistofunni Eflu.
 
Veislugestir.  Inga Jóna Kristinsdóttir, Guðjón Sigurðsson, Gerður S Elimarsdóttir og Kristján Ágústsson.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f