Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Kúruteppi úr lopa og mohair
Hannyrðahornið 2. mars 2015

Kúruteppi úr lopa og mohair

Höfundur: Inga Þyri Kjartansdóttir
Hér er uppskrift að kúruteppi úr lopa og mohair úr smiðju Ingu Þyri. 
 
Mál
Hver ferningur er 20x20 cm. Allt teppið er 80x120 cm.
Nú eru börn svo misstór nýfædd þannig að í cm væri þetta ca 50/60 , 62/68, 74/88.
 
Efni
Hvítur plötulopi no 01 x 2 plötur
Rauður plötulopi no 78 x 2 plötur
garn.is mohair Fífa rautt no 206 x 5 dokkur 
Kartopu firenze tiftik mohair hvítt no 010 x 1 dokka
Prjónar nr 6 og heklunál nr 5. 
 
Aðferð:
Prjónaðir eru með garðaprjóni 8 rauðir ferningar sem eru 1 þráður rauður plötulopi og 1 þráður rautt mohair prjónað saman.
 
8 hvitir ferningar sem eru einn þráður hvítur plötulopi og einn  þráður hvítur Kartopu mohair saman.
8 rauð og hvít sprengdir ferningar sem eru einn þráður hvítur plötulopi og 1 þráður rautt mohair.
 
Ferningar
Fitjað laust upp 25 l og prjónað fram og til baka garðaprjón 28 garðar eða þar til fermningurinn mælist 20 cm.
 
Þegar búið er að prjóna alla 24 ferningana er gott að ganga frá öllum endum.
Gott er að raða ferningunum upp áður en byrjað er að hekla þá saman.  
Nú eru ferningarnir heklaðir saman fyrst langsum og svo þversum.
Leggið ferningana saman 2 og 2 og heklið þá saman með tvöföldum rauðum mohair þráðum.
Heklið 1 fastalykkju í efsta hægra hornið og stingið gegnum báða ferningana* 2 loftlykkjur 1 fastalykkju með ca 1 cm bili á milli, 1 fastalykkju*  Endurtakið þetta.
Passið að hafa jafnt bil á milli fastalykkjanna. Endið á 1 fastalykkju og slítið frá.
Því næst er heklað eins þversum á ferningana. Heklið svo kant kringum allt teppið á sama hátt.
Gætið þess að hekla kantinn laust.
Gengið frá endum og teppið þvegið varlega, gætið þess að skola vel og vandlega og gott að setja smá edik í síðasta skolvatnið til að rauði liturinn renni ekki til.
Leggið flatt til þerris.          
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...