Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Meginstoðir farsældar Þingeyjarsveitar. Meðal annars er stefnt að auknu samstarfi um landnýtingu.
Meginstoðir farsældar Þingeyjarsveitar. Meðal annars er stefnt að auknu samstarfi um landnýtingu.
Mynd / Stefna Þingeyjarsveitar 2024-2030
Fréttir 20. janúar 2025

Kúrsinn tekinn til framtíðar

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Þingeyjarsveit hefur samþykkt nýja heildarstefnu fyrir sveitarfélagið fram til ársins 2030.

Fram kemur í nýrri stefnu Þingeyjarsveitar að helstu styrkleikar sveitarfélagsins séu m.a. taldir vera óteljandi náttúruperlur innan vébanda þess, fyrsta flokks skólastarf, blómleg ferðaþjónusta og öflugur landbúnaður, orkuauðlindir og dugmikið, drífandi fólk. Veikleikar eru taldir vera skortur á íbúðum, að mæta aukinni eftirspurn eftir þjónustu, einsleit atvinnutækifæri og þjónusta í dreifðum byggðum.

Sér sveitarfélagið tækifæri í að nýta betur orkuauðlindir, auka samstarf við landeigendur um landnýtingu, ná fram tekjuaukningu í ferðaþjónustunni og nýta innviði frekar. Helstu áskoranir svæðisins eru taldar vera víðfeðmi og vegalengdir, að halda úti þróttmiklu menningarstarfi, ágangur á helstu náttúruperlur, samgöngur og öldrun íbúa. Meðal áherslna sveitarfélagsins er að styðja við aukna sjálfbærni í matvælaframleiðslu og stuðning við sérstöðu í þeim efnum og efling samstarfs og samvinna við landeigendur um uppbyggingu í þágu samfélagsins. Ráðgjafarfyrirtæki var fengið til að halda utan um gerð stefnunnar og voru haldnir þrír íbúafundir og fundað með fulltrúum atvinnulífs og starfsfólki sveitarfélagsins, auk annars samráðs, við gerð stefnunnar. Var hún kynnt rafrænt fyrir íbúum laust fyrir jól og er birt á vef Þingeyjarsveitar.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...