Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Svona var umhorfs í Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu hinn 6. maí síðastliðinn.
Svona var umhorfs í Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu hinn 6. maí síðastliðinn.
Mynd / Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson
Fréttir 26. maí 2015

Kuldatíð setur strik í reikninginn við sauðburð norðanlands

Höfundur: HKr./AJH
Sauðburður er að komast á skrið á flestum bæjum í Suður-Þingeyjarsýslu þessa dagana. Þetta er að fara af stað hjá flestum þessa daga og verður líklega komið á fullt alls staðar um helgina. Á Litlu-Reykjum í Reykjahverfi og Auðnum í Laxárdal hófst burður þó fyrr en víðast hvar á þessum slóðum. 
 
Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson á Húsavík heimsótti fyrrnefnda tvo bæi á dögunum og tók m.a. myndir af forystuánum báðum á bænum sem hann sendi Bændablaðinu.
„Það vildi svo ótrúlega til að þær voru báðar að ganga daginn sem bændur á Litlu-Reykjum voru að sæða. Þær skiluðu fimm lömbum úr sæðingunni,“ sagði Aðalsteinn. 
 
Hann sagði að ágætt hljóð hafi verið í bændum á Litlu-Reykjum. Sauðburður hafði farið ágætlega af stað og voru í kringum 70 ær bornar strax 5. maí. Bændur höfðu þó áhyggjur af tíðarfarinu en kalt er hér norðan heiða þessa daga og ekki útlit fyrir að draga fari úr kuldum fyrr en eftir miðja þessa viku. 
 
Á Auðnum var sauðburður að fara af stað fyrir alvöru og voru í kringum 30 ær bornar. Mikil litagleði er í ræktuninni þar á bæ. Var Benedikt Hrólfur Jónsson, bóndi á Auðnum, afar sáttur við litaúrvalið hingað til. Hann hafði þó þungar áhyggjur af veðrinu og sá fram á mikið plássleysi í fjárhúsunum ef ekki væri hægt að setja út kindur á næstu dögum. Þá var sauðburður rétt að hefjast á Syðri-Sandhólum og víðar í Suður- Þingeyjarsýslu.

4 myndir:

Skylt efni: kuldatíð | sauðburður

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f