Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Bændur deildu um efni samnings við kaup á mjólkurkúm. Mynd tengist efni ekki beint.
Bændur deildu um efni samnings við kaup á mjólkurkúm. Mynd tengist efni ekki beint.
Mynd / ál
Fréttir 19. júlí 2024

Kúakaup fyrir dómi

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Kúakaup milli tveggja bænda rötuðu til héraðsdóms á dögunum.

Ungur kúabóndi í Landeyjum var þá dæmdur til að greiða fyrrverandi kúabónda í Reykhólahreppi tæplega fimm milljónir króna, að frádreginni innborgun, vegna viðskipta með kýr
árið 2022.

Deildu bændurnir um efni samnings sem komist hafi á þeirra á milli um kaup á mjólkurkúm. Samið hafði verið um verð fyrir gripina en eftir afhendingu kúnna taldi kaupandinn þær haldnar göllum þannig að hann ætti kröfur á afslætti eða skaðabótum.

Dómara þótti kaupandi hvorki hafa sýnt fram á að verð fyrir hvern grip hafi verið ósanngjarnt eða óhóflegt, né að þeir hafi verið með lakari nytjum en hafi mátt gera ráð fyrir við kaupin. Þá þótti hann ekki hafa sýnt fram á að samningur þeirra hafi verið ósanngjarn. Dómari féllst því á kröfu stefnandans sem seldi kýrnar, um að stefndi kaupandinn bæri að greiða seljandanum um 4,8 milljóna króna að frádreginni innborgun og var stefnda einnig gert að greiða málskostnað. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands þann 28. júní síðastliðinn.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...