Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Kúabændur vilja aukinn þunga í ímyndarmálum og kynningu á starfsgreininni
Mynd / MÞÞ
Fréttir 18. apríl 2017

Kúabændur vilja aukinn þunga í ímyndarmálum og kynningu á starfsgreininni

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Margrét Gísladóttir framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda fjallaði m.a. um kynningarmál og samfélagsmiðlaherferð sambandsins á aðalfundi LK á Akureyri á dögunum. 
 
Hún hóf störf hjá LK á liðnu ári og kom úr heimi ímyndar- og kynningarmála og varð strax ljóst að kúabændur vildu sjá aukinn þunga lagðan á ímyndarmál og kynningu í starfsgreininni.
 
„Í því þótti mér felast ótal tækifæri og stend föst á því. Þó umræðan í kringum búvörusamninga hafi verið ansi hörð á köflum færði hún okkur það að almenningur hefur opnað eyrun og hugann fyrir frakari umræðu um landbúnað,“ sagði Margrét.
 
Sýnileg á samfélagsmiðlum
 
Landssamband kúabænda hefur sótt fram á ýmsum miðlum, t.d. var opnaður reikningur á Twitter undir notendanafninu @isl_kyr, eða Íslenska kýrin. Þá hafa framkvæmdastjóri og formaður LK tekið að sér snapchat reikningana @ungurbondi og @reyndurbondi í þeim tilgangi að gera störf samtakanna sýnilegri auk þess að miðla fræðslu um nautgriparækt á Íslandi á nýstárlegan og aðgengilegan hátt. Þá eru samtökin einnig með síðu á Facebook sem m.a. er notuð til að deila fréttaumfjöllun um allt sem snýr að kúabúskap, starfsemi samtakanna og til að koma skilaboðum á framfæri til bænda.
 
Ferill mjólkurvara frá haga í maga
 
Að auki hefur markvisst verið unnið að því að koma forsvarsmönnum LK að í umræðunni þegar kemur að mjólkurframleiðslu, starfsumhverfi kúabænda og eða öðru er greininni viðkemur. Greinaskrif, opinber viðbrögð og viðtöl vegna ýmissa mála hafa markvisst færst í aukana á liðnu ári og stefnan að sögn Margrétar að halda þeirri þróun áfram. 
 
Greindi hún á aðalfundinum frá því að í undirbúningi væri samfélagsmiðlaherferð á vegum LK og stefnt að því að hefja hana á næstu vikum. 
 
„Verkefnið gengur út á fræðslu um starfsumhverfi kúabænda og feril mjólkurvara úr haga í maga,“ sagði hún. Efnið verður einungis ætlað til dreifingar á vefnum og aðgengilegt á heimasíðu samtakanna. Fengist hefur vilyrði fyrir því að nýta mjólkurfernur MS í kynningarskyni, sem hún sagði einn besta kynningarvettvang sem færi gæfist á. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...