Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Kúabændur leyfðu landsmönnum að skyggnast inn í dagleg störf sín á alþjóðlega mjólkurdeginum í byrjun mánaðarins. Skemmst er frá því að segja að
myndir og myndbönd frá búum kringum landið hafi slegið í gegn. Ein af fyrirsætum dagsins var garðkálfurinn frá Hátúni í Skagafirði, sem undi sér vel
innan um garðabrúðu og blágresi.
Kúabændur leyfðu landsmönnum að skyggnast inn í dagleg störf sín á alþjóðlega mjólkurdeginum í byrjun mánaðarins. Skemmst er frá því að segja að myndir og myndbönd frá búum kringum landið hafi slegið í gegn. Ein af fyrirsætum dagsins var garðkálfurinn frá Hátúni í Skagafirði, sem undi sér vel innan um garðabrúðu og blágresi.
Mynd / HMG
Líf og starf 10. júní 2022

Kúabændur slógu í gegn á samfélagsmiðlun

Höfundur: Guðrún Björg Egilsdóttir

Alþjóðlegi mjólkurdagurinn var haldinn hátíðlegur í 21. skipti um víða veröld þann 1. júní síðastliðinn.

Birnir Sigurbjörnsson á Egilsstöðum heilsar upp á vinkonu sína. Mynd / Herdís Magna

Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) stóð að stofnun dagsins og var tilgangur framtaksins að vekja athygli á og viðurkenna mikilvægi mjólkur, næringarlegan, félagslegan og efnahagslegan ávinning mjólkur og mjólkurafurða í heiminum, en mjólkurframleiðsla styður við lífsafkomu eins milljarðs manna um veröld alla.

Ákveðið þema er tekið fyrir hverju sinni og í ár var dagurinn tileinkaður þeim fjölmörgu verkefnum sem eru í gangi í mjólkurframleiðslunni til að hraða loftslagsaðgerðum og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.

Í tilefni af deginum hvöttu Bændasamtökin íslenska kúabændur til að leyfa landsmönnum að skyggnast inn í dagleg störf þeirra með því að vera virkir á samfélagsmiðlum ásamt því að segja frá þeim aðgerðum sem bændur hafa stigið í átt að loftslagsvænni landbúnaði. Á Instagramsíðu Bændasamtakanna (@baendasamtokin) var, og er enn, hægt að skoða myndirnar og hlusta á myndskeiðin sem þangað rötuðu í tilefni af deginum.

Uppátækið var afar vel heppnað, bændur tóku þátt og landsmenn höfðu gaman af því að fylgjast með kúabændum landsins.

Kvígan Svandís fæddist nýlega á Egilsstaðabúinu. Hún er nefnd eftir matvælaráðherra. Svandís varð fyrst til þess að fá DNA sýnatökumerki en Herdís Magna Gunnarsdóttir, kúabóndi og eigandi
Svandísar, sýndi áhorfendum hvernig farið er að við slíka merkingu. Mynd / HMG

11 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f