Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Kúabændur ósáttir
Mynd / gbe
Fréttir 30. janúar 2024

Kúabændur ósáttir

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Stjórn deildar nautgripabænda hjá BÍ er sammála um að þörf sé til að ræða stöðu nautakjötsframleiðslu þótt endurskoðun búvörusamninga sé frá.

Í yfirlýsingu frá stjórninni segir að á fundi samninganefndar þann 14. janúar hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að láta staðar numið og lauk endurskoðuninni þann 17. janúar. Strax frá upphafi hafi það verið afdráttarlaus afstaða samninganefndar ríkisins að ekki kæmi til greina að setja aukna fjármuni í samningana.

Vegna þessa eru ekki gerðar neinar tillögur að breytingum á gildandi samningi um starfsskilyrði nautgriparæktarinnar. Samninganefnd bænda leggur áherslu á að vinna við heildarendurskoðun búvörusamnings, sem á að taka gildi 2027, hefjist hið fyrsta.

Deild nautgripabænda lýsir yfir miklum vonbrigðum með afstöðu stjórnvalda til endurskoðunar. Fulltrúar kúabænda muni áfram vekja athygli á brestum í fjárhagsstöðu nautgripabænda og berjast fyrir bættri afkomu með öllum tiltækum leiðum.

Þá bindur stjórn deildar nautgripabænda vonir við nýjan verðlagsgrundvöll kúabúa sem mun fljótlega líta dagsins ljós.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f