Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Kúabændur og sauðfjárbændur samþykktu nýja búvörusamninga
Mynd / TB
Fréttir 29. mars 2016

Kúabændur og sauðfjárbændur samþykktu nýja búvörusamninga

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Atkvæði hafa verið talin í atkvæðagreiðslu bænda um nýja samninga um starfsskilyrði nautgripa- og sauðfjárræktar. Bændur samþykktu báða samningana. 

Atkvæði féllu þannig um sauðfjársamning að 60,4% kjósenda samþykktu samninginn. 37,3% höfnuðu sauðfjársamningnum. Auðir seðlar og ógildir voru 2,3% atkvæða. Alls voru 2944 á kjörskrá og 1671 atkvæði var greitt. Kosningaþátttaka sauðfjárbænda var 56,8%. 

Atkvæði féllu þannig um nautgripasamning að 74,7% kjósenda samþykktu samninginn. 23,7% höfnuðu samningnum. Auðir seðlar og ógildir voru 1,6% atkvæða. Alls voru 1244 á kjörskrá og 881 atkvæði var greitt. Kosningaþátttaka kúabænda var 70,8%. 

Frestur til að greiða atkvæði rann út á miðnætti þriðjudagskvöldið 22. mars. 

Fulltrúar Bændasamtaka Íslands og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs skrifuðu undir nýja búvörusamninga 19. febrúar sl. Um var að ræða rammasamning um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins og samninga um starfskilyrði garðyrkju, nautgriparæktar og sauðfjárræktar á árunum 2017 til 2026. Stjórn Sambands garðyrkjubænda samþykkti garðyrkjusamninginn og rammasamningurinn var samþykktur meðal búnaðarþingsfulltrúa á síðasta Búnaðarþingi. 

Samningarnir eru til 10 ára en gert er ráð fyrir að þeir verði teknir til endurskoðunar tvisvar á samningstímanum, árin 2019 og 2023.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...