Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
KS stofnar sölu- og dreifingarfyrirtæki í Rússlandi
Fréttir 7. apríl 2014

KS stofnar sölu- og dreifingarfyrirtæki í Rússlandi

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hyggst á næstunni setja á fót fyrirtæki úti í St. Pétursborg í Rússlandi sem mun markaðssetja íslenskt lambakjöt á Rússlandsmarkað. Um er að ræða þjónustu við dýra veitingastaði og fæst hátt verð fyrir vöruna. Þegar fram í sækir má búast við að fyrirtækið gæti markaðssett ýmsa aðra íslenska matvöru og dreift henni í Rússlandi.

Að sögn Ágústs Andréssonar forstöðumanns Kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skagfirðinga hefur KS farið fyrir vinnu við markaðssetningu á íslensku lambakjöti í Rússlandi síðustu þrjú ár. „Þetta er mjög kröfuharður markaður. Þetta eru sum af dýrustu veitingahúsum í Rússlandi og þar með í heiminum.  Það eru ofsalega mikill áhugi á vörunni en kaupendur eru fremur litlir og eru oft ekki með innkaupaþjónustu, vöruhótel eða annað þvíumlíkt. Við höfum náð umtalsverðum árangri í kynningu en minni í sölu vegna þessa. Við höfum reynt núna í þrjú ár að finna samstarfsaðila á dreifingarmarkaði í Rússlandi en þeir hafa ekki treyst sér til að taka við vöru í því magni sem við þurfum að flytja út til að það séu hagkvæmir flutningar. Við þurfum að flytja vöruna út í gámavís. Því var það niðurstaðan í lok síðasta árs að kanna möguleika á að koma okkur fyrir þarna úti með eigið fyrirtæki.“

Langt og strangt ferli

KS er í samstarfi við hjónin Sigurjón Bjarnason og Katerinu Gerasimova um stofnun fyrirtækisins,  sem ber heitið Icecorpo. Katerina er frá St. Pétursborg og er með mikla þekkingu og tengingar þar út að sögn Ágústs. „Þetta er skref sem við sáum okkur knúin til að taka og er þannig hugsað að Icecorpo muni veita íslenskum útflytjendum þjónustu, selja og dreifa vöru. Fyrst og fremst verða það matvæli í upphafi, þá horfum við til lambakjötsins, en einnig að það kanni gagnkvæm viðskipti milli landanna. Þetta ferli er langt og strangt, því fylgir mikil skriffinnska og pappírsvinna, en við vonumst til að fyrirtækið verði komið á koppinn í lok þessa mánaðar eða í byrjun þess næsta.“

Sótt á dýran markað

Ekki er ný saga að kjöt sé flutt út til Rússlands frá Íslandi en nýjungin er sú að nú er verið að sækja inn á mjög dýran markað. „Við höfum áratugareynslu af sölu á ódýrara kjöti inn á Rússlandsmarkað, hrossakjöti og ærkjöti til að mynda. Það eru ódýrir markaðir sem geta tekið við miklu magni en þetta nýja verkefni er annars eðlis. Við byggðum auðvitað á fyrri reynslu og þeim tengingum sem við höfum skapað. Það hefur hjálpað mikið til.“

Mikil tækifæri í Rússlandi

Ágúst segir að menn sjái fyrir sér að fyrirtækið muni geta markaðssett og dreift ýmsum öðrum framleiðsluvörum. Það séu til að mynda gríðarlegir möguleikar í útflutningi á bleikju á þessum markaði. Áður en að af því verði þurfi hins vegar að ganga frá vottunarmálum svo hægt sé að flyta eldisfisk á Rússlandsmarkað. Þá séu möguleikar á útflutningi mjólkurvara fyrir hendi, hægt væri að flytja út súkkulaði, íslenskan bjór og vatn, svo dæmi séu tekin.

„Það er mjög mikill vilji fyrir viðskiptum við Ísland af hálfu Rússa. Því ætti að forðast að blanda saman viðskiptasamningum við afstöðu til milliríkjadeilna eða stöðu mannréttindamála í viðkomandi ríkjum. Slíkt á ekki heima á þeim vettvangi, þó sjálfsagt sé að taka afstöðu til þeirra mála í annarri umræðu,“ segir Ágúst.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...