Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Forsvarsmenn Kaupfélags Skagfirðinga afhentu sveitastjóra Sveitarfélagsins Skagafjarðar og oddvita Akrahrepps yfirlýsingu nýverið um að það legði fram 200 milljónir króna á næstu tveimur árum til samfélagslegra verkefna í héraði.
Forsvarsmenn Kaupfélags Skagfirðinga afhentu sveitastjóra Sveitarfélagsins Skagafjarðar og oddvita Akrahrepps yfirlýsingu nýverið um að það legði fram 200 milljónir króna á næstu tveimur árum til samfélagslegra verkefna í héraði.
Mynd / Vefsíða Sveitarfélags Skagafjarðar
Fréttir 22. júlí 2021

KS leggur til 200 milljónir króna

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Kaupfélag Skagfirðinga, KS ætlar að leggja til 200 milljónir króna á næstu tveimur árum til samfélagslegra verkefna í Skagafirði.

Forsvarsmenn Kaupfélagsins afhentu sveitarstjóra Sveitarfélagsins Skagafjarðar og oddvita Akrahrepps yfirlýsingu þess efnis nýverið. Peningarnir eru hugsaðir sem stuðningur við verkefni á vegum sveitarfélaganna í Skagafirði með það að markmiði að bæta búsetugæði í héraði, meðal annars með því að bæta göngustíga, malbika sérstök svæði, fjölga útivistarsvæðum, bæta félagsaðstöðu íbúa og margt annað er varðar umhverfi og búsetugæði.

Með þessu meðal annars vill Kaupfélag Skagfirðinga undirstrika samfélagslega ábyrgð sína og skapa sem bestar aðstæður og umhverfi fyrir íbúa Skagafjarðar. Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sagði við athöfnina að hann væri afar þakklátur fyrir það rausnarlega framlag sem Kaupfélag Skagfirðinga legði til uppbyggingar samfélagslegra verkefna í Skagafirði.

Slíkur stuðningur væri ekki sjálfsagður en sýndi vel afstöðu kaupfélagsins til uppbyggingar samfélagsins og virkrar þátttöku atvinnulífsins í sínu nærumhverfi. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...