Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Kaupfélag Skagfirðinga á nítján dótturfélög.
Kaupfélag Skagfirðinga á nítján dótturfélög.
Mynd / ghp
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúmlega 5,5 milljarðar króna.

Samkvæmt ársreikningi samstæðunnar, sem samanstendur af Kaupfélagi Skagfirðinga og nítján dótturfélögum, námu eignir í lok árs 2023 um 88,6 milljörðum króna.

Eiginfjárstaða fyrirtækisins styrktist á milli ára og nam 58,5 milljörðum króna í árslok 2023 en skuldir um 30 milljörðum kr.

Rekstrartekjur KS árið 2023 jukust um 8,7% milli ára og námu rúmlega 19 milljörðum króna á árinu 2023. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir hjá KS jókst um 18,7% milli ára og nam 2,5 milljörðum króna. Tekjur samstæðunnar allrar námu 52,6 milljörðum króna en rekstrarhagnaður fyrir afskriftir jókst um 4,1% og nam 8,4 milljörðum króna.Samkvæmt samstæðu- reikningnum jukust langtímakröfur milli áranna 2022 og 2023 um tæpan milljarð króna, fóru úr um 1,4 milljörðum í um 2,4 milljarða. Undir þessu heyra skuldabréfalán sem eru bæði verðtryggð og óverðtryggð, gefin út til allt að sex ára og bera allt að 14% vexti samkvæmt skýringu.

Dótturfélög og eignarhlutir í hlutdeildarfélögum

Starfsemi Kaupfélags Skagfirðinga er víðtæk. Samvinnufélagið heldur úti mikilli atvinnustarfsemi í Skagafirði og víðar. Helstu rekstrareiningar eru, að því er fram kemur í samstæðureikningnum, mjólkurafurðastöð, kjötafurðastöð, bifreiðaverkstæði,vélavekstæði, dagvöruverslun og byggingavöruverslun í Skagafirði.Einnig stunda önnur félög samstæðunnar fjölbreyttan rekstur víðar um land, s.s. við slátrun, kjötvinnslu, flutninga, framleiðslu á fóðri, byggingavörum sem og við eignarhalds- og fjárfestingastarfsemi.

Samvinnufélagið á FISK-Seafood ehf., sem rekur útgerð og fiskvinnslu á Sauðárkróki og Grundarfirði. Þá á KS einnig meirihluta Fóðurblöndunnar hf. sem á Bústólpa. Meðal annarra dótturfélaga er Esja Gæðafæði, sem vinnur bæði íslenskt og erlent kjöt og selur til endursöluaðila, Sláturhús Hellu og Sláturhús KVH á Hvammstanga, Norðlensk orka ehf., sem á Héraðsvötn ehf., Vogabær og Vörumiðlun, sem rekur flutningaþjónustu víðs vegar um land.

Metafkoma VSV

Samstæðan á ýmsa verðmæta eignarhluti í hlutdeildarfélögum. Þar á meðal 32,9% hlut í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum en vegna leiðréttingar á svokölluðum þýðingarmun hækkaði eignarhlutur KS í félaginu um tæplega 1,8 milljarða króna skv. ársreikningi. Vinnslustöðin skilaði metafkomu á árinu 2023 og á aðalfundi þess þann 4. apríl sl. var samþykkt að greiða hluthöfum 900 milljóna króna arð.

KS á 20% hlut í Mjólkursamsölunni en einnig hluti í félögum sem tengjast útflutningi á skyri. Einnig á Kaupfélagið 19,5% í Þórsmörk ehf., sem á Árvakur hf., sem rekur Morgunblaðið. KS á einnig að öllu leyti Nýprent ehf., sem rekur Feyki, fréttablað Norðurlands vestra.

Árið 2023 bættust við eignarhaldsfélögin Gleðidagur og Gleðiskopp á lista hlutdeildarfélaga sem samstæðan á eignarhluti í.

Einnig á KS fjárfestingafélag sem fer með eignarhald á verðbréfum í 11% eignarhlut í hollenska skipafélaginu Cargow B.V., en sá hlutur var bókfærður á tæpan milljarð króna árið 2022.

Tvö ný í aðalstjórn

Aðalfundur Kaupfélags Skagfirðinga fór fram 23. apríl sl. í Menningarhúsinu Miðgarði.

Mannaskipti urðu í stjórn félagsins á fundinum. Atli Már Traustason, Ytri- Hofdölum og Ásta Pálmadóttir, Sauðárkróki, voru kjörin í aðalstjórn í stað Guðrúnar Sighvatsdóttur og Péturs Péturssonar. Aðrir í stjórn eru Bjarni Maronsson, stjórnarformaður, en hann hefur setið í stjórn frá árinu 1989, Herdís Á. Sæmundardóttir, Sigríður Gunnarsdóttir, Hjörtur Geirmundsson og Þorleifur Hólmsteinsson. Varamenn í stjórn eru Guðrún Lárusdóttir, Ingi Björn Árnason og Viggó Jónsson.

Fjöldi félagsaðila Kaupfélags Skagfirðinga í árslok 2023 var 1.277 og starfsmenn KS eru 233 talsins.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f