Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Krybbur sem orkusnakk
Fréttir 17. júlí 2014

Krybbur sem orkusnakk

Víða um heim þykir sjálfsagt að borða skordýr og sums staðar eru þau hluti af daglegri fæðu fólks. Vesturlandabúar hafa verið seinir að temja sér skordýraát en það kann að breytast fljótlega. Skordýr njóta vaxandi vinsælda sem fæða enda mjög próteinrík.

Krybburækt er vaxandi búgrein í Bandaríkjunum og verið er að gera tilraunir með margar útfærslur á þeim í matvæli. Á sérstökum matsölustöðum og bakaríum er til dæmis hægt að fá krybbukurl á hamborgarann eða brauð úr fínmöluðu krybbuhveiti. Kryddiðnaðurinn hefur einnig séð tækifæri í auknum vinsældum skordýra og fljótlega verður boðið upp á sjávarsalt, osta- eða grillsósu með krybbukeim.

Þrátt fyrir að framleiðslan sé enn smá í sniðum veðja margir á að skordýraát verði næsta tískubylgja sælkera og matgæðinga og þar sem krybbur eru einstaklega próteinríkar er ekki ólíklegt að þær verði í náinni framtíð vinsælt orkusnakk þeirra sem leggja mikið upp úr hollu mataræði.

Krybbur fjölga sér hratt og eru nægjusamar á pláss, matgrannar og auðvelt er að stjórna bragðinu á þeim með fæðugjöf. Þær framleiða mun minna af gróðurhúsalofttegundum en önnur húsdýr og eru því hagkvæm eldisdýr. Krybbur sem aldar eru á korni eru sagðar hafa hnetukeim sem fer vel með grænu pestó eða granóla.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...