Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Ný stjórn deildar eggjabænda: F.v. Geir Gunnar Geirsson, Arnar Árnason, Halldóra Hauksdóttir formaður og Andri Freyr Þórisson.
Ný stjórn deildar eggjabænda: F.v. Geir Gunnar Geirsson, Arnar Árnason, Halldóra Hauksdóttir formaður og Andri Freyr Þórisson.
Mynd / sá
Fréttir 10. mars 2025

Krónutala tollverndar verði að hækka

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Eggjabændur leita leiða til að mæta vaxandi eftirspurn eftir íslenskum eggjum.

Halldóra Hauksdóttir hjá Græneggjum verður áfram formaður deildar eggjabænda innan BÍ en Arnar Árnason verður varaformaður í stjórn. Meðstjórnandi er Andri Freyr Pálsson og Geir Gunnar Geirsson er varamaður í stjórn.

Um 250 þúsund varphænur eru nú í landinu og stórtæk uppbygging hefur verið undanfarin ár, einkum í Eyjafirði, á Kjalarnesi og suðvestursvæðinu. Stafar það ekki síst af því að við gildistöku reglugerðar um að hænur yrðu fluttar úr búrum yfir á gólf er að mestu búið að byggja búin aftur upp frá grunni frá því sem var. Það hefur verið eggjabændum gríðarlega kostnaðarsamt og þeir hafa gert það af eigin rammleik, án styrkja. Sérstaða búanna er að hver og einn eggjabóndi markaðssetur og selur sína framleiðslu þar sem engar miðlægar dreifingarleiðir eru í eggjaframleiðslu.

Vaxandi eftirspurn

Tollvernd er hluti af starfsskilyrðum eggjabúa og telja eggjabændur sem fyrr brýna þörf til að leiðrétta hana, þar sem krónutalan hafi ekki hækkað í mörg ár. Skemmst er að minnast stórfellds innflutnings af eggjum frá Danmörku í fyrra sem átti að bæta upp tímabundna vöntun á innlendum eggjum í verslanir.

Nokkuð var rætt á fundinum um eggjaskortinn sem knúði innflutninginn og voru menn sammála um að eftirspurn eftir íslenskum eggjum væri talsvert að aukast og neytendur gerðu sér æ ljósari grein fyrir hollustu þeirra og hreinleika. Þar að auki sé notkun sýklalyfja óþekkt í íslenskum eggjabúskap. Sýnt þótti að neytandinn tæki fyrst íslensk egg úr hillum verslana. Eggjabændur þyrftu að skoða í sameiningu hvernig best væri að mæta vaxandi eftirspurn.

Að sögn Halldóru var mikil umræða á deildarfundinum um mikilvægi markvissrar stefnumótunar um framtíðarsýn íslensks landbúnaðar.

Skýrsluhaldið þungt

Skýrsluhaldið var sagt mörgum þungt í vöfum og ekki mikill hvati til að stækka búin. Það tæki afar langan tíma að koma t.a.m. nýsköpun af stað.

Bornar voru saman bækur um hvort þrengsli í útungun væru áhyggjuefni en svo virtist ekki vera þar sem rýmkast hefði um.

Ekki voru samþykktar sérstakar ályktanir á deildarfundinum og engar lagabreytingar gerðar.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...