Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra ásamt Grétu Maríu Grétarsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra ásamt Grétu Maríu Grétarsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar.
Fréttir 8. maí 2019

Krónan hlaut Kuðunginn

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, veitti Krónunni í dag Kuðunginn, umhverfisviðurkenningu umhverfis- og auðlinda­ráðu­neytis­ins, fyrir framúr­skarandi starf að umhverfismálum á síðasta ári.

Við sama tækifæri voru nem­endur í Ártúnsskóla í Reykjavík og Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi útnefndir Varðliðar umhverfisins.

Í rökstuðningi dómnefndar fyrir valinu á Krónunni sem handhafa Kuðungsins kemur fram að allt frá árinu 2015 hafi fyrirtækið markvisst unnið að samfélagslegri ábyrgð og umhverfismálum í sínum rekstri. Lögð hefur verið áhersla á að bjóða viðskiptavinum umhverfisvænar og lífrænt ræktaðar vörur auk þess sem Krónan hefur gripið til aðgerða til að sporna við hvers kyns sóun. M.a. hefur verið dregið úr orkunotkun fyrirtækisins með orkusparandi aðgerðum og dregið hefur verið úr sóun á pappír og pappa, m.a. með því að hætta prentun á fjölpósti sem áður var dreift á heimili landsmanna. Eins hefur pappakössum verið skipt út fyrir fjölnota kassa við innflutning á ferskvöru. Almennur úrgangur sem fer til urðunar hefur dregist saman um tæp 19% og verulega hefur verið dregið úr plastnotkun, m.a. með nýjum umbúðum fyrir ferska kjötvöru. Þá hefur með markvissum aðgerðum verið dregið úr matarsóun hjá fyrirtækinu, eða um 50%.

„Að draga úr matarsóun er mjög stórt verkefni. Það að stíga fram og segjast ætla að taka á matarsóun er ákveðið ferli, og hefur Krónan náð eftirtektarverðum árangri á því sviði“, segir í rökstuðningi dómnefndar.
Verðlaunagripinn, Kuðunginn, sem Krónan hlaut, gerði að þessu sinni listakonan Ásta Vilhelmína Guðmundsdóttir. Þá öðlast Krónan rétt til að nýta merki verðlaunanna í kynningu á starfsemi sinni.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...