Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Atvinnuvegaráðuneytið úthlutar tollkvótum í landbúnaðarafurðir. Í flestum tilfellum er umfram eftirspurn og kvóta því úthlutað með útboði.
Atvinnuvegaráðuneytið úthlutar tollkvótum í landbúnaðarafurðir. Í flestum tilfellum er umfram eftirspurn og kvóta því úthlutað með útboði.
Mynd / Edson Saldaña
Fréttir 30. júní 2025

Krónan fær langmestu kvótana

Höfundur: Þröstur Helgason og Ástvaldur Lárusson

Stærsti hluti tollkvóta fyrir landbúnaðarafurðir fór til Krónunnar í úthlutun atvinnuvegaráðuneytisins sem tekur gildi 1. júlí nk. og gildir ýmist í sex eða tólf mánuði. Háihólmi og Aðföng eru einnig aðsópsmikil í úthlutuninni.

Háihólmi ehf. er sá innflytjandi sem fékk mestan kvóta nautakjöts (114.000 kg) og alifuglakjöts (142.709 kg). Eins og greint hefur verið frá eru náin tengsl milli Háahólma ehf. og Kaupfélags Skagfirðinga.

Mata hf. fékk mestan svínakjötskvóta (144.000 kg) en það er systurfélag Matfugls ehf., sem er einn stærsti framleiðandi kjúklingaafurða á Íslandi, og sömuleiðis Síldar og Fisks ehf., sem framleiðir grísakjöt undir merkjum Ali. Krónan fékk mestan kvóta osts og ystings (110.000 kg) og Aðföng fengu mestan kvóta unninna kjötvara (75.000 kg).

Jafnvægisverð nautakjöts í úthlutun á WTO tollkvótum hefur hækkað frá síðustu úthlutun úr 500 í 769 kr. Í úthlutun á ESB tollkvótum var verðið 661 kr. Jafnvægisverð svínakjöts í úthlutun á WTO tollkvótum var 0 kr. eins og síðast en í úthlutun á tollkvótum ESB var verðið nú 400 kr. Jafnvægisverð alifuglakjöts í úthlutun á WTO tollkvótum var 253 kr en var 301 kr. síðast en í úthlutun á tollkvótum ESB var verðið nú 604 kr.

Niðurstöður úthlutunar á blómum eru á þann hátt að engin tilboð bárust í blómstrandi plöntur eða pottaplöntur. Samasem ehf. er eina fyrirtækið sem fékk kvóta fyrir innflutning á tryggðablómum og var úthlutað 6.500 kg fyrir 62 kr. kílóið. Fjögur fyrirtæki skipta með sér 118.750 kg kvóta í afskorin blóm á 35 kr. kílóið. Samasem ehf. er umsvifamest, eða með 70.000 kg. Þar á eftir kemur Grænn markaður ehf. með 24.750 kg og Garðheimar Gróðurvörur með 20.000 kg. Blómabúð Akureyrar var úthlutað fjórum tonnum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...