Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Kristinn Hugason ráðinn forstöðumaður Söguseturs íslenska hestsins
Fréttir 13. október 2015

Kristinn Hugason ráðinn forstöðumaður Söguseturs íslenska hestsins

Sögusetur íslenska hestsins hefur ráðið Kristin Hugason sem forstöðumann setursins. 
 
Kristinn er með M.Sc-próf í búfjárkynbótafræði og MA-próf í opinberri stefnumótun og stjórnsýslu, hann er gerkunnugur innan íslenska hestaheimsins í gegnum störf sín, m.a. sem landsráðunautur BÍ í hrossarækt. 
 
Kristinn Hugason.
Meginverkefni Kristins fyrst í stað verða að vinna að framtíðarstefnumótun fyrir Sögusetrið í samstarfi við stjórn þess, afla styrkja til að tryggja rekstur setursins til framtíðar, hvoru tveggja til verkefnavinnu og uppsetningu sýninga til að kynna og efla þekkingargrunninn um sögu íslenska hestsins og samfylgd hans með þjóðinni frá örófi alda. Sérstök áhersluverkefni verða að undirbúa aðkomu setursins að landsmóti hestamanna á Hólum 2016 og vinna við greiningu og flokkun á ljósmyndasafni setursins sem er mikið að vöxtum og þarf að koma í varanlega geymslu. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f