Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Kría – barnapeysa
Líf og starf 17. janúar 2025

Kría – barnapeysa

Höfundur: Margrét Jónsdóttir

Peysan er prjónuð úr einföldum Þingborgarlopa og einum þræði af LoveStory saman. Í mynstur er notað Hörpugull (litaður einfaldur Þingborgarlopi) og LoveStory í svipuðum lit.

Þingborgarlopi er sérunninn af Ístex fyrir Ullarverslunina Þingborg og LoveStory er band sem er spunnið á Ítalíu fyrir Helene Magnússon. Bæði lopinn og bandið er úr sérvalinni íslenskri hágæða lambsull. Lopinn og bandið prjónað saman hentar mjög vel í barnapeysur, þær eru léttar og þægilegar og mjúkar viðkomu.

Hægt er að blanda saman hvaða litum sem er til að fá þau litbrigði sem hverjum og einum finnst fallegt. Í aðallit getur verið t.d. grár lopi og hvítt LoveStory, hvítur lopi og ljósgrátt LoveStory, ljósmórauður lopi og dókkmórautt LoveStory, dókkgrár lopi og ljósgrátt LoveStory. Mynsturlitir valdir í litbrigðum sem passa saman, eða annar þráðurinn aðeins dekkri eða ljósari til að fá áferðina á meiri hreyfingu. Möguleikarnir eru endalausir og eina hindrunin er manns eigið hugmyndaflug.

Stærðir: 4 6 8 ára
Yfirvídd: 68 74 80sm
Ermalengd: 28 33 36sm
Sídd á bol: 30 34 37sm

Magn allar stærðir:

Aðallitur: 1 plata Þingborgarlopi ólitaður (130 g), 2 dokkur LoveStory.

Mynsturlitur: Hörpugull 50 g og 1 dokka LoveStory.

Aðferð: Bolur og ermar eru prjónuð í hring og eins axlastykki eftir að bolur og ermar hafa verið sameinuð. Stroff og hluti af hálsmáli er 2 sléttar og 2 brugðnar lykkjur, annað er prjónað slétt.

Áhöld: Hringprjónar 3.5 mm og 5 mm, 40 og 60 sm langir. Sokkaprjónar 3.5 mm og 5 mm.

4 prjónanælur.

Prjónamerki.

Nál til að ganga frá endum.

Prjónfesta: 17 lykkjur og 24 umferðir í sléttu prjóni = 10 x 10 sm. Önnur prjónastærð getur hentað, allt eftir því hvort prjónað er fast eða laust, finnið það út með því að prjóna prufu í hring, þannig fæst réttasta útkoman. Þegar prufa er prjónuð fram og til baka getur önnur umferðin verið lausari, þá getur verið að prufan skili ekki réttri niðurstöðu.

Bolur: Fitjið upp með mynsturlit 116-124-132 lykkjur á 3.5 mm hringprjóninn, prjónið eina umferð slétta með þeim lit.

Þá er prjónað stroff og næstu tvær umferðir eru í aðallit og svo ein í mynsturlit.

Endurtakið þar til prjónaðar hafa verið 11 umferðir af stroffi. Hægt er að hafa litasamsetningu á stroffi að vild og bæta við umferðum ef óskað er. Skiptið yfir á 5 mm prjóninn og prjónið slétt þar til bolur mælist 30-34-37 sm.

Ermar: Fitjið upp 32-36-36 lykkjur á 3.5 mm sokkaprjóna. Gerið stroffið eins og á bol. Skiptið þá yfir á 5 mm sokkaprjónana, prjónið 1 umferð og í þeirri næstu er aukið út um 1 lykkju í byrjun umferðar og 1 lykkju í lok umferðar. Endurtakið útaukningu 5-6-7 sinnum jafnt upp ermi, með u.þ.b. 5-6 umferðum á milli útaukninga. Þegar ermi er lokið eiga að vera 44-50-52 lykkjur á prjónunum. 

Axlastykki: Sameinið nú bol og ermar á prjóninn sem er á bolnum. Setjið 6-7-8 lykkjur af báðum ermum á nælu (sitt hvoru megin við útaukningu) og fyrstu 6-7-8 lykkjur af bol einnig á nælu. Prjónið aðra ermina við og síðan 52-55-58 lykkjur af bol, setjið þá næstu 6-7-8 lykkjur af bol á nælu og prjónið hina ermina við og síðan 52-55- 58 lykkjur af bol. Í næstu umferð eru prjónaðar saman lykkjurnar þar sem bolur og ermar mæstast, samtals fækkar lykkjum um 4. Þá eiga að vera á prjóninum 176-192- 200 lykkjur. Prjónið mynstur eftir teikningu.

Notið styttri hringprjóninn þegar lykkjum fækkar. Þegar mynstri er lokið er tekið úr aukalega jafn yfir umferð þar til 64-68-72 lykkjur eru á prjóninum. Prjónið hálsmál 4 umferðir stroff og 3 umferðir sléttar og hafið slétta prjónið með mynsturlit. Fellið af frekar laust.

Gangið frá öllum endum og lykkjið saman undir höndum, gott er að sauma aðeins aukalega í lykkjurnar í kverkunum, þar má ekki vera gat.

Þvottur: Þvoið peysuna í höndunum í volgu vatni með mildu þvottaefni eða ullarsápu. Kreistið vatnið vel úr og leggið til þerris á handklæði.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...