Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Ört vaxandi óánægja er meðal sænskra bænda með alltumlykjandi stöðu risafyrirtækisins Arla í sænskum mjólkuriðnaði.
Ört vaxandi óánægja er meðal sænskra bænda með alltumlykjandi stöðu risafyrirtækisins Arla í sænskum mjólkuriðnaði.
Fréttir 29. júlí 2015

Kreppa hjá sænskum mjólkurbændum

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Könnun sem sænska ríkis­sjón­varp­ið fram­kvæmdi fyrr í sumar meðal sænskra mjólkur­bænda sýnir að sjö af tíu óska eftir að yfirgefa Arla eða myndu íhuga að hætta samstarfi við fyrirtækið ef þeir hefðu möguleika á því. 
 
Könnunin er byggð á svörum frá sjö prósentum af öllum mjólkurbændum í landinu. Meirihluti þeirra sem spurðir voru, eða 56%, sögðust vera óánægðir með Arla. Það sýndi sig einnig að meðlimir í öðrum mjólkursamlögum voru mun ánægðari en meðlimir hjá Arla. 
 
Stjórnarformaður Arla, Åke Hantoft, skýrir þessa óánægju með því að miklar breytingar hafi orðið á fyrirtækinu síðastliðin 15 ár en á þeim tíma hafa þeir farið á alþjóðlegan markað en að nú verði allir að hjálpa til við að komast út úr erfiðu tímabili fyrirtækisins. Bóndinn fær um einn þriðja af útsöluverði á mjólk sem seld er í sænskum verslunum og bendir samband kúabænda þar í landi á að kostnaður kúabænda við framleiðsluna sé um 30 aurum hærra á hvern lítra en í Danmörku og einni krónu hærra á hvern lítra en í Þýskalandi. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...